Andri Freyr Halldórsson lgfs & Sigríður Guðbrandsdóttir lgfs. kynna til sölu:
Vel staðsetta & rúmgóða 103,2 fermetra 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð í 22 íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæðum með lyftu á þessum frábæra stað í Dalshverfi í innri Njarðvík.
Í göngufæri við Stapaskóla en þar er leik- og grunnskóli, íþróttahús, sundlaug og bókasafn.
Íbúðarrými er 96,4 fermetrar og sérgeymsla 6,8 fermetrar.
Skráð stærð eignar skv. FMR er 103,2 fm. Íbúðin er merkt 101.
*Fasteignamat 2026 skv. fmr er 65.750.000 kr..*
Nánari upplýsingar veita:
Sigríður Guðbransdóttir lgfs. // 867-5854 // SIGRIDUR@FASTLIND.IS
Andri Freyr Halldórsson lgfs // 762-6162 // ANDRI@FASTLIND.IS
*Frábær staðsetning í Stapaskólahverfi.
*Leyfi fyrir stórum sólpalli.
*Sérinngangur.
*Þrjú svefnherbergi.
*Vel skipulögð eign.
Eignin skiptist í forstofu, hol, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, eldhús og stofu í opnu rými með útgengi út á hellulagðan sérafnotaflöt til suðvesturs, sérgeymsla er í sameign.
Sameiginleg hjóla/vagnageymsla er á jarðhæð.
Nánari lýsing eignar
Forstofa: Sérinngangur, rúmgóður fataskápur og flísar á gólfi.
Hol: Rúmgott og bjart, parket á gólfi.
Stofa: Rúmgóð og björt með gluggum á tvo vegu, parketi á gólfi og útgengi á hellulagðan sérafnotaflöt.
Eldhús: Í opnu rými með stofu, stór og falleg hvít innrétting með ágætu skápaplássi, bakaraofn í vinnuhæð, parket á gólfi. .
Hjónaherbergi: Parket á gólfi og fataskápur innan rýmis.
Barnaherbergi I: Parket á gólfi og fataskápur innan rýmis.
Barnaherbergi II: Parket á gólfi og fataskápur innan rýmis.
Baðherbergi: Er með hvítri innréttingu með hvítum vaski, speglaskáp, vegghengdu salerni, flísalögðum sturtuklefa og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Á gólfi og á veggjum við sturtu eru flísar.
Sérgeymsla: Er 6,8 fermetrar, staðsett á jarðhæð.
Nánari upplýsingar veita:
Sigríður Guðbransdóttir lgfs. // 867-5854 // SIGRIDUR@FASTLIND.IS
Andri Freyr Halldórsson lgfs // 762-6162 // ANDRI@FASTLIND.IS
Allir kaupendur okkar fá Vildarkort Lindar.
Með því að framvísa kortinu færð þú 30% afslátt hjá 10 samstarfsaðilum: Húsgagnahöllin, S. Helgason, Flugger litir, Húsasmiðjan, Z brautir og gluggatjöld, Vídd, Parki, Betra bak, Dorma & SÝN.
Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Lántökugjald getur verið breytilegt eftir lánastofnunum, oftast 1%. Þinglýsingargjald er 2.700 fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lind fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.