ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu eignina Fífumói 1, merkt 03-03, birt stærð 79.8 fm. Frábær fyrstukaup, góð staðsetning í nálægð við alla helstu þjónustu og íþróttamannvirki.Falleg mikið endurnýjuð þriggja herbergja íbúð með tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi innan íbúðar, eldhús og stofa eru samliggjandi í opnu björtu rými. Útgengt er úr stofu á góðar suðursvalir.
Sérgeymsla er á sameiginlegum geymslugangi jarðhæðar ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
* Skipt var um járn á þaki 2019.
* Húsið var múrviðgert 2020.
* Ný svalahurð 2021.
* Húsið var málað að utan 2021.
* Gluggar í sameign nýlegir.
* Sameign snyrtileg og nýlega máluð.
* Neysluvatnslagnir endurnýjaðar 2021.
* Nýjar innihurðar frá Birgisson.
* Rofum og tenglum skipt út 2021.
* Innrétting í þvottahúsi nýleg.Nánari lýsing: Anddyri: Parket á gólfi
Barnaherbergi: Með parketi á gólfi
Baðherbergi: Flísalagt hólf í gólf, baðkar með sturtu og baðþil
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi, góður fataskápur
Þvottahús: Nýleg innrétting
Eldhús: Með parketi á gólfi, hvít háglans innrétting, nýleg borðplata.
Stofa: Með parketi á gólfi.
Nánari upplýsingar veitir:
Elín Frímanns Löggiltur fasteignasali, í síma 867-4885, tölvupóstur elin@allt.isALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.