Tveggja herbergja, 74,8 ferm., íbúð á annarri hæð í fjórbýlishúsi við Tunguheiði í Kópavogi.
Forstofa / hol, gólf er parketlagt, fataskápar. Stofa, gólf er parketlagt, útgengi út á rúmgóðar vestursvalir með fallegu útsýni.
Eldhús, gólf er flísalagt, eldri innrétting, eldhússkrókur, inn af eldhúsi er rúmgótt herbergi, sem nú er nýtt sem búr / geymsla. (upphaflega hugsað sem þvottahús)
Hjónaherbergi er rúmgott, gólf er parketlagt, gott skápapláss. Baðherbergi, gólf er flísalagt, sturtuklefi, innrétting, tengi fyrir þvottavél.
Sér-geymsla, 7,6 fermetra, er í bílskúrsbyggingu bak við húsið. Sameign er snyrtileg, sameiginlegur garður. Að utan er húsið er klætt steni klæðningu.
Vel um gengin, björt og falleg íbúð.
Nánari upplýsingar veitir Skúli Sigurðarson, löggiltur fasteignasali, í síma 898 7209, tölvupóstur skuli@bjargfast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Bjarg fasteignasala hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.