BYR fasteignasala kynnir í einkasölu ÁLFHÓLSVEGUR 49, 200 Kópavogur. Tveggja herbergja ibúð á jarðhæð. Stutt í alla almenna þjónustu s.s. skóla-, leikskóla og framhaldsskóla. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er steypt, byggt árið 1971.
Íbúðin skiptist í íbúð 43,0 m² og geymslu 17,2 m², samtals 60.2 m² samkvæmt skráningu HMS. Húsið er hannað af Kjartani Sveinssyni byggingartæknifræðing.Skipulag eignar: Stofa, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymsla.
Í sameign: Anddyri, hjóla- og vagnageymsla.
Nánari lýsing:Frá
anddyri i sameign er gengið niður stiga.
Frá sameign er komið inn í
stofu, harðparket á gólfi.
Eldhús er opið við stofu, innrétting með helluborði, ofn og stálvaskur, harðparket á gólfi, gluggi.
Svefnherbergi með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, sturta, upphengt salerni og vaskinnrétting.
Geymsla er innan við eldhús, teppi á gólfi, þar er möguleiki á þvottaaðstöðu, útgengt er úr geymslu út í bakgarð við íbúð.
Allt innbú getur fylgt utan persónulegra muna. Í sameign: Anddyri, hjóla- og vagnageymsla.
Álfhólsvegur 49 er steypt tvær hæðir og kjallari. Tvær íbúðir eru á hverri hæð, samtals eru sex íbúðir í húsinu. Á neðstu hæð er auk íbúða eru geymslur. Lóð er sameiginleg fullfrágengin, hellulögð stétt er að inngöngum hússins. Merkt bílastæði er á lóð.
Lóðin er sameiginleg 748,0 m² leigulóð í eigu Kópavogsbæjar.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 205-8117.Stærð: Íbúð 43.0 m². Geymsla 17.2 m². Samtals 60.2 m².
Brunabótamat: 27.130.000 kr.
Fasteignamat: 38.950.000 kr
Byggingarár: Íbúð 1971. Geymsla 1979.
Byggingarefni: Steypa.