Fasteignaleitin
Skráð 8. jan. 2023
Deila eign
Deila

SPÁNAREIGNIR - Mar de Pulpi

FjölbýlishúsÚtlönd/Spánn/Annað
136 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
40.800.000 kr.
Fermetraverð
300.000 kr./m2
Fasteignamat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Þvottahús
Garður
Bílastæði
Sérinng.
Fasteignanúmer
100080123
Húsgerð
Fjölbýlishús
Númer hæðar
0
Vatnslagnir
nýtt
Raflagnir
nýtt
Frárennslislagnir
nýtt
Gluggar / Gler
nýtt
Þak
nýtt
Svalir
Góðar svalir og möguleiki á sér þakverönd
Upphitun
Kæling/hiti
Inngangur
Sérinngangur
SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FALLEGAR ÍBÚÐIR Á GÓÐUM STAÐ VIÐ STRÖND * NÝR ÁFANGI VAR AÐ KOMA Í SÖLU * FRÁBÆR AÐSTAÐA TIL ÚTIVERU OG ÍÞRÓTTAIÐKUNAR*
Glænýjar og vandaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir alveg við frábæra ströndina í Mar De Pulpi,  spennandi nýjum stað í Almeriu héraðinu, ca. 2 klst. akstur frá Alicante flugvelli. Öll þjónusta á svæðinu, verslanir og veitingastaðir. Frábær aðstaða til útiveru og íþróttaiðkunar. Góðir golfvellir á svæðinu.
,
Allar upplýsingar veita Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali, adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafærðingur, karl@spanareignir.is. GSM 777 4277.

Nánari lýsing:

Um er að ræða nýbyggð lítil fjölbýlishús með  vel hönnuðum íbúðum og fallegum íbúðum í nútíma klassískum miðjarðarhafsstíl. Hægt er að velja íbúðir með  tveimur eða þremur svefnherbergjum og einu eða tveimur baðherbergjum, góðri stofu/alrými og fallegu eldhúsi. Hægt er að velja íbúðir á jarðhæð, með sér garði  eða á efri hæð og þá með svölum og  stórum einka þaksvölum. Falleg hönnun og vandaðar innréttingar. Einstök sjávarsýn frá flestum íbúðum.  Glæsileg sameign með 2 sundlaugum, upphitaðri sundlaug, 2 barnasundlaugum, jacuzzi, barnaleikvöllum göngustígum ofl. Frábær staðsetning við fallega strönd, verslanir og veitingastaði. Fallegir göngustígar meðfram ströndinni.
Bílastæði.

Hægt er að fá íbúðirnar fullbúnar fallegum húsgögnum gegn aukagjaldi.
Falleg hvít  sandströnd sem liggur að Miðjarðarhafinu er í stuttu göngufæri. Þar eru fallegar gönguleiðir, hjóla- og hlaupastígar. Á svæðinu er lagt mikið upp úr góðri aðstöðu til útiveru og íþróttaiðkunar. Einnig er í boði fjölbreytt afþreying, spænskukennsla ofl.
Tveir góðir golfvellir eru á svæðinu, Aguilón í ca. 10 mín akstursfjarlægð, og Desert Springs í ca. 30 mín akstursfjarlægð. Skemmtilegir strandbæir í næsta nágrenni.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að eignast glænýja og vandaða íbúð á frábærum stað og á góðu verði.

Verð miðað við gengi 1 Evra=150 ISk.
3ja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi): frá 193.000 Evrum (ISK 28.900.000) + kostn.
3ja herbergja íbúð (tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi): frá 197.000 Evrum (ISK 29.500.000) + kostn.
4ra herbergja íbúð (þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi): frá 272.000 Evrum (ISK 40.800.000) + kostn.

Eitt besta loftslag í Evrópu.
.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður, allt að Ikr. 60.000 á mann fyrir tvo, eða samtals allt að Ikr.120.000.Gisting í íbúðum á svæðinu og akstur til og frá flugvelli og hálft fæði.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka með hagstæðum vöxtum.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin: 10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

MAR DE PULPI:
Spennandi nýr staður fyrir fólk sem stundar útivist, íþróttir, sólböð og golf. Örstutt göngufæri á fallega og ósnortna strönd, Los Nardos Beach, þar sem hægt er að njóta hlýrra sólargeisla og ganga um græna og fallega garða. Góð leikaðstaða fyrir börn, notalegir veitingastaðir og ölduniður. 
Verslunar og veitingahúsakjarni er með úrvali veitingastaða og verslana, og einnig er örstutt í næstu litlu strandbæi þar sem er enn meira úrval af góðum veitingastöðum og skemmtilegum verslunum. Góðir golfvellir og fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkunar. Göngu og hjólastígar og margt fleira sem gerir dvölina ánægjulega. Í boði eru ýmsar skipulagðar ferðir um næsta nágrenni og svo auðvitað spænskukennsla. Sem sagt eitthvað spennandi fyrir alla.

Eiginleikar: Ný eign, strönd, sameiginlegur sundlaugargarður, sér garður, þakverönd,
Svæði, Almeria, Mar de Pulpi,
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignanúmer
100080123
Mynd af Aðalheiður Karlsdóttir
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Elsugata 21
Skoða eignina Elsugata 21
Elsugata 21
815 Þorlákshöfn
129 m2
Raðhús
413
322 þ.kr./m2
41.500.000 kr.
Skoða eignina Bogabraut 962
Skoða eignina Bogabraut 962
Bogabraut 962
262 Reykjanesbær
98.4 m2
Fjölbýlishús
312
427 þ.kr./m2
42.000.000 kr.
Skoða eignina Árberg 3
Skoða eignina Árberg 3
Árberg 3
320 Reykholt í Borgarfirði
115.2 m2
Parhús
514
345 þ.kr./m2
39.800.000 kr.
Skoða eignina Breiðbraut 670a
Skoða eignina Breiðbraut 670a
Breiðbraut 670a
262 Reykjanesbær
99.7 m2
Fjölbýlishús
312
420 þ.kr./m2
41.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2023 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache