ALLT fasteignasala kynnir í sölu eignina:Grænásbraut 508, 262 Reykjanesbær, nánar tiltekið eign merkt 01-23, fastanúmer 251-6365 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin er skráð sem hér segir hjá FMR, birt stærð 84.2 fm.
Möguleiki er á fá húsnæðið leigt! Glæsilegt og vel skipulagt iðnaðarbil í nýuppgerðu húsnæði með góðri aðstöðu fyrir léttan iðnað, geymslu eða þjónustustarfsemi.
Um er að ræða 85 fm atvinnubil með stórri 4x4 m innkeyrsluhurð með rafmagnsmótor. Með bilinu fylgir einnig 38,4 fm sérmerktur afnotaflötur á læstri, malbikaðri lóð – tilvalið fyrir geymslu á kerrum, gámum og fleira.
Helstu upplýsingar og aðstaða:Rafmagnsstýrt hlið að lóð með talnakóða – handstýrt innkeyrsluhlið
Lóðin
fullmalbikuð og girt með rafmagnshliði
Búið er að koma upp
salerni og kaffiaðstöðu í enda bilsins
Möguleiki á uppsetningu á millilofti
Bygging og búnaður:Húsið klætt að utan með 100 mm einangruðum samlokueiningum (steinull)
Undirstöður og botnplata eru staðsteypt – öll rými flotuð
Gluggar og hurðir úr áli – tvöfalt einangrunargler
Iðnaðarhurð og sérinngangur í hverju bili
Milliveggir uppfylla E160/E190 brunakröfur (RAL 9002)
35A rafmagnstafla með sér mæli í hverju bili
3 fasa 16A tengill
Rafstýrður gluggamótor
Sameiginlegt brunakerfi með skynjara og hljóðvöru
Útilýsing með sólúri tengt við sameignarmæli
Athugið: Áhvílandi virðisaukaskattskvöð er á eigninni. Kaupandi yfirtekur eða greiðir hana að fullu.Nánari upplýsingar veita:
Sigurjón Rúnarsson Löggiltur fasteignasali í Síma 771-9820, netfang
sigurjon@allt.isHalla Vilbergsdóttir nemi til löggildingar í síma772-7930, netfang
halla@allt.isVertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.