Jörvabyggð 12 - Vel skiplagt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr á vinsælum stað í botnlangagötu á suður Brekkunni - stærð 169,8 m², þar af telur bílskúr 28,0 m²
Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, búr, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu og þvottahús.
Forstofa er með gráum flísum á gólfi, gólfhita og opnu hengi.
Eldhús, hvít lökkuð innrétting með dökkri bekkplötu og flísum á milli skápa og parket á gólfi. Ágætur borðkrókur. Búr er inn af eldhúsinu, með parketi á gólfi, hvítri innréttingu og opnanlegum glugga.
Stofa, borðstofa og sjónvarpshol eru í opnu rými. Þar er parket á gólfi, gluggar til tveggja átta og hurð til vesturs út á steypta verönd með timbur skjólveggjum.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með parketi á gólfi og þrjú með spónlögðum eikar fataskápum. Úr hjónaherbergi er hurð út á verönd.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, spónlagðri eikar innréttingu, wc, baðkari, sturtu, handklæðaofni og opnanlegum glugga. Hiti er í gólfi.
Snyrting er með flísum á gólfi, wc og handlaug.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur inn í húsið. Þar eru flísar á gólfi, hvít innrétting og skápur og fellistigi upp á geymsluloft sem er yfir hluta íbúðar.
Bílskúr er með lökkuðu gólfi og hvítri innréttingu. Innkeyrsluhurð er með rafdrifnum opnara. Hiti er í bílaplani og stétt meðfram bílskúr og að þvottahúsinngangi, kynnt með affallinu.
Annað
- Hellulögð verönd er á bakvið bílskúr.
- Heiturpottur er á baklóðinni. Stýring er staðsett í bílskúrnum.
- Gler hefur verið endurnýjað að hluta og hluti rafmagnstengla.
- Um 7 m² geymsluskúr er á baklóð og fylgir með við sölu.
- Leikkastali á baklóð fylgir með við sölu eignar.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.