Costablancaeignir.is og Miðbær fasteignasala kynna:
Vandað og glæsilegt einbýlishús á einni hæð við hinn glæsilega La Finca golfvöll, aðeins 2 hús eftir. Göngufæri frá Algorfa, fallegurm spænskum smábæ.
La Finca Golf er í ca 30 min keyrslu frá Alicante flugvellinum.
Hér er um að ræða flotta eign fyrir golfara og fólk sem kann að njóta lífsins. Auk þess eru frábærir og glæsilegir veitingastaðir eins og Frijolino og Misto.
Húsin eru vel skipulögð með góðu alrými með mikilli lofthæð, þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Sér garður með einkasundlaug. Bílastæði inni á lokaðri lóð..
Nánari lýsing á Villa Andros.
Húsið skiptist í gott eldhús, með góðri tengingu við útisvæði og stofu/borðstofu í rúmgóðu alrými.
Þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. "Walk in closet"
Út frá stofunni er stór verönd og góður, lokaður garður með flottri aðstöðu til að njóta sólar, grilla ofl. Sundlaug er við húsið 6x4 m..
Fullfrágengin lóð.
Rafmagnstæki í eldhúsi ásamt þvottavél..
Hiti í gólfum á baðherbergjum.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Til afhendingar í maí 2025.
Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða.
Hverfið La Finca Resort umkringir hið glæsilega La Finca Golf and Spa Resort sem er 5 stjörnu golfhótel þar sem hægt er að njóta dekurs og borða góðan mat.
Verð frá 529.000 evrum + kostn.
Aðalhæð hússins er 133,61 fm.+ 56 fm.verönd Samtals 189,6 fm.
Möguleiki er að fá hús með stórum kjallara, alls 181.62 fm sem hægt er að nota fyrir bílinn, gym, vinnu, gestarými og ýmislegt fleira.
Húsið eru vel staðsett í göngufæri við Klúbbhúsið á La Finca Golfvellinum.
Einnig eru fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, Las Ramblas, Lo Romero, Roda Golf, La Marquesa og fleiri.
Ca. 20 mín akstur er niður á ströndina. Ca. 10-20 mín akstur verslunarmiðstöðvarnar Habaneras og La Zenia Boulevard. Ennfremur er stutt að keyra í skemmtilega bæi í næsta nágrenni, t.d. Algorfa, Benijofar, San Miguel de Salinas og Ciudad Quesada.
Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO
Traustur byggingaraðili,
Allar upplýsingar gefur Sigfús Aðalsteinsson, löggiltur fasteignasali, gsm 8989979. sigfus@midbaer.is. Yfir 20 ára reynsla í sölu eigna á Costa Blanca húsæðismarkaðinum.
SKOÐUNARFERÐIR OG VIÐBÓTARKOSTNAÐUR.
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður. Öll aðstoð veitt við kaupin sem og afhendingu og annað sem því tengist.
Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 2-3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því verið ca. 12-13%.