Helgafell fasteignasala og Ragnheiður Árnadóttir, löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu einkar glæsilegt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Eignin er samtals 212,8 fm. þar af er íbúðarhlutinn 187,7 fm. og bílskúr 25,1 fm. 50 fm pallur til suðurs fyrir farman hús, fallega frágengin garður á bakvið hús. Vel staðsett í Urriðarholtinu með frábæru útsýni.Eignin skiptist í forstofu, opið rými með eldhúsi og stofu/borðstofu, 4-5 svefnherbergi, tvö salerni, sjónvarpshol, þvottahús, geymsla og bílskúr.
FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX:Nánari lýsing:Forstofa: Flísar á gólfi, gengið inní bílskúr úr forstofu.
Gestasnyrting: Flísalögð í hólf og gólf, upphengt salerni, walk in sturta og góð innrétting.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð stofa með stórum gluggum og miklu útsýni, parket á gólfi.
Eldhús: Grá innrétting frá IKEA með innbyggðum ísskáp, uppþvottavél, svartur vaskur og blöndunartæki, bakaraofn og helluborð frá AEG, parket á gólfi, svalahurð út á 50 fm pall til suðurs.
Herbergi/stofa: Herbergi á eftri hæð, ekki hurð eins og er en lítið mál að setja upp, parket á gólfi.
Svalir: 3,2 fm svalir út frá stofu.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með góðu
fataherbergi, innan gengt inná salerni, microcement á gólf.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, walk in sturta, baðkar, upphengt salerni og góð innrétting. Hægt er að ganga inná salernið úr hjónaherbergi og sjónvarpsholi.
Herbergi: Rúmgott herbergi með skápum, microcement á gólfi.
Herbergi: Rúmgott herbergi með skápum, microcement á gólfi.
Herbergi: Rúmgott herbergi sem liggur upp að þvottahúsi, léttur veggur á milli og því lítið mál að stækka þvottahús, microcement á gólfi.
Sjónvarpshol: Sjónvarpshol á neðri hæð, microcement á gólfi.
Þvottahús: Góð innrétting, útgengt út og góður geymsluskúr kominn fyrir utan, microcement á gólfi. Búið er að setja upp rör í þvottahúsi þannig hægt sé að tengja lagnir þaðan út fyrir potta.
Geymsluskúr: 5 fm kaldur geymsluskúr og stór geymslukista úti á neðri hæð, útgengt úr þvottahúsi.
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr, epoxý á gólfi. Rafdrifin hurð. Hitalagnir og strýring í bílskúr. Gólfhiti er í öllu húsinu.
Geymsla: Góð geymsla inn af bílskúr.
Lóð: Hellulagt plan með hitalögn, skraut beð og 50 fm pallur til suðurs fyrir framan hús. Búið er að þökuleggja garð, hellu leggja við geymsluskúr og fyrir framan stiga. Pallur að hluta fyrir aftan hús, fyrir framan svalahurð. Búið er að vinna jarðvegsvinnu fyrir rest af lóð þar sem hægt er að setja plöntur, steinahleðslur eða gras. Teikningar til fyrir útfærslu. Tengi fyrir hleðslustöð utan á bílskúr.
Einkar fallegt fjölskylduheimili. Frábært útsýni er af efri hæð hússins. Eign sem vert er að skoða.
Hægt er að bóka skoðun.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Ragnheiður Árnadóttir, löggiltur fasteignasali, í s. 697-6288 eða ragnheidur@helgafellfasteignasala.is