Bókið skoðun í síma 7704040
Valhöll fasteignasala kynnir: Fallegt 4-5 herbergja parhús á einni hæð með bílskúr í Vogum á Vatnsleysuströnd. Eignin er skráð 170,5 m2 á stærð og þar af bílskúr 27,2 m2. Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, geymslu með glugga (hægt er að nota sem herbergi), baðherbergi, þvottarými, forstofu, eldhús, stofu, borðstofu og bílskúr. Búið er að tyrfa lóðina og helluleggja verönd fyrir aftan hús og bílaplan. Snjóbræðsla er í bílaplani með lokuðu frostlaugskerfi.
Þetta er stórt og gott fjölskylduhús sem vert er að skoða. 3-4 rúmgóð svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Forstofa: með fataskáp og flísum á gólfi. Frá forstofu er innangengt inn í bílskúr og geymslu / herbergi.
Stofa / borðstofa: opið rými með eldhúsi og stofu með parketi á gólfi.
Eldhús: með hvítri innréttingu með miklu skápaplássi, span helluborði, bakaraofn í vinnuhæð, ísskáp og örbylgjuofn.
Geymsla: rúmgóð geymsla er innaf forstofu með með flísum á gólfi. Hægt er að nýta sem herbergi.
Svefnherbergi nr. 1: með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2: með fataskáp og parketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 3: mjög rúmgott með fataherbergi og parketi á gólfi.
Baðherbergi: með hvítri innréttingu, "walk in" sturtu, vegghengdu salerni, handklæðaofni og flísum á gólfi og veggjum.
Þvottaaðstaða: er innaf baðherbergi með flísum á gólfi.
Bílskúr: er 27,2 m2 á stærð og með epoxy á gólfi.
Lóð: hellulagt bílastæði fyrir framan hús með hitalögn. Fyrir aftan hús er hellulögð verönd. Að öðru leyti er lóðin tyrfð.
Að utan:
Parhús á einni hæð með bílskúr byggt úr forsteyptum einingum. Útveggir eru klæddir forsteyptri veðurkápu að utanverðu. Þak er varið með PVC dúk með malarfargi. Gluggar eru Ál-tré með tvöföldu K-gleri. Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum á lóðinni. Steypt opin sorpskýli eru komin á lóð.
Vinsamlega athugið að myndirnar í auglýsingu gætu átt við annað hús sambærilegt.
Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem er innheimt við undirritun kaupsamnings.
Allar nánari upplýsingar veita:
Gylfi Gylfason aðstoðarmaður fasteignasala í síma 770-4040 eða á netfanginu gylfi@valholl.is
Snorri Björn Sturluson löggiltur fasteignasali og lögmaður í síma 699-4407 eða á netfanginu snorribs@valholl.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.