BYR fasteignasala kynnir í einkasölu DALBRÚN 4, Fellabæ 700 Egilsstaðir. Fimm herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr.
Vel skipulagt fjölskylduhús, stutt í alla lamenna þjónustu og útivistarsvæði, leikskóli, tónlistarskóli og grunnskóli í göngufæri. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 2007. Húsið skiptist í íbúð 115.8 m² og bílskúr 40.7 m², samtals 156.5 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag: Anddyri, gangur, stofa og borðstofa, eldhús, fjögur herbergi, baðherbergi og þvottaherbergi, bílskúr.
Nánari upplýsingar hjá BYR fasteignasölu | byr@byrfasteignasala.is | 471 2858 |Nánari lýsing: Anddyri, flísar á gólfi, tvöfaldur fataskápur og fatahengi.
Gangur liggur að öðrum rýmum eignarinnar, flísar á gólfi (Hansahillur á vegg fylgja ekki).
Stofa og borðstofa, harðparket á gólfi, innangengt í eldhús, útgengt út á timburverönd (vegghengdur skápur fylgir ekki).
Eldhús, Brúnás innrétting, helluborð og háfur, ofn í vinnuhæð, gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp í innréttingu (getur fylgt), borðkrókur, flísar á gólfi.
Herbergi I, hjónaherbergi, laus fjórfaldur fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi II, tvöfaldur laus fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi III, laus fataskápur, plastparket á gólfi.
Herbergi IV, laus fataskápur, plastparket á gólfi.
Fataskápar í herbergjum fylgja með.
Baðherbergi, Brúnás innrétting, flísar á gólfi, salerni, handklæðaofn og sturta, hlaðinn veggur umlykur sturtuna, epoxy á gólfi, gluggi.
Þvottaherbergi, flísar á gólfi, innrétting með plássi fyrir tvær vélar, vaskur í borði, handklæðaofn, snúrur, gluggi, útgengt út að bílastæði fyrir framan hús.
Innangengt er úr þvottaherbergi í bílskúr.
Bílskúr, einangrað og plastað loft og steypt gólf, bílskúrshurð án mótors, gönguhurð er á aftanverðum bílskúr. Geymsla er teiknuð innst í bílskúr en veggur hefur ekki verið settur upp.
DALBRÚN 4 er einingarhús úr timbri á steyptum sökkli. Húsið er klætt að utan með Steniklæðningu. Járn á þaki, timburgluggar og hurðar.
Lóðin er gróin, timburverönd með skjólveggjum er aftan við hús til suðurs, þvottasnúra er í bakgarði. Möl er í bílaplani framan við bílskúr, pláss fyrir tvær til þrjár bifreiðar.
Lóð er 864,0 m² leigulóð í eigu Ekkjufellssel, ótímabundinn lóðarleigusamningur frá 7.5.2003 skjal nr. 426-F-000511/2003.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS:
Fasteignanúmer 229-8487 Dalbrún 4, Múlaþing.Stærð: Einbýli 115.8 m². Bílskúr 40.7 m². Samtals 156.5 m².
Brunabótamat: 72.350.000 kr.
Fasteignamat: 60.450.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2026: 64.300.000 kr.
Byggingarár: 2007.
Byggingarefni: Timbur.
Eignarhald:
01.0101 - Séreign. Rými 01.0101 Einbýli 115.8 Brúttó m².
01.0102 - Séreign. 01.0102 Bílgeymsla 40.7 Brúttó m².
Landeignanúmer 194339. Íbúðarhúsalóð 864.0 m².