Fasteignamiðlun kynnir eignina Suðurgata 6, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0856 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Suðurgata 6 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0856, birt stærð 495.2 fm.
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
#Frábær fjárfestingarkostur#Mikið endurbætt eign#
Um er að ræða mikið endurbætta eign á besta stað við torgið í miðbæ Siglufjarðar. Eignin er á þremur hæðum en á neðstu hæðinni sem er skráð 191,7m2 eru þrjú verslunarrými með sameiginlegri eldhús og salernisatöðu. Mikið geymslupláss er einnig á hæðinni og stigagangur upp á miðhæð eignarinnar. Einnig er 40m2 bílskúr með bíslkúrshurð við götu. Allir hlutar eignarinnar eru í leigu sem stendur og gefa af sér góðar leigutekjur.
Á miðhæð eignarinnar er íbúð 147,5m2 að stærð. Hún samanstendur af anddyri, stofu, eldhúsi, tveimur svefnherbergjum, geymslu og baðherbergi með útgang út á steyptan pall. Fjórir inngangar eru í eignina- í gegnum anddyri- á baðherbergi um pall- frá götu og upp frá 1. hæð. Gengið er inn í rúmgott anddyri með fatahengi og fataskáp. Stofa og borðstofa liggja saman í stóru rými með plast parket á gólfi. Eldhús er rúmgott með ljósum efri og neðri skápum með góðu skápaplássi og plastparket á gólfi. Svefnherbergi eru 2 mjög rúmgóð með fataskápum og plastparketi á gólfi. Þvottahús er inn af baðherbergi með vask og hilluplássi. Geymsla er með hillum og plastparketi á gólfi.
Í risi eignarinnar er íbúð sem er skráð 116m2 og er að hluta til undir súð. Hún samanstendur af anddyri, stofu, eldhúsi, baðherbergi, þvottaaðstöðu, tvö svefnherbergi og borðstofu með útgang út á svalir. Gengið er inn í anddyri á miðhæð með miklu plássi fyrir fatahengi og geymslu. Timburstigi liggur upp á efri hæð en þar tekur við opið svæði sem í dag er nýtt sem stofa og fjölskyldurými. Inn af stofu er eldhús með hvítum innréttingum og svartri borðplötu, helluborði og ofn. Gluggi er við vask í eldhúsi. Gengið er í gegnum eldhús og komið inn í þvottarými með þakglugga. Svefnherbergin eru tvö annað með fataskáp. Borðastofa er með útgang út á svalir en væri hægt að nýta sem auka herbergi. Baðherbergi er rúmgott með steyptu gólfi og flísalögðum walk in sturtuklefa. Gluggi með opnanlegu fagi er í sturtuklefa sem vísar út í port. Veggir eru að hluta til lagðir með dökk gráum fibo trespo veggplötum. Vaskur og gólftent klósett.
Allir hlutar eru með sérinngangi.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignin ber það með sér að þurfa umtalsvert viðhald og Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali á Siglufirði