RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Engjavellir 5B, Hafnarfirði - Fnr. 226-9395Íbúðin er skráð hjá þjóðskrá 92,4 fm og er íbúðarhlutinn skráður 85,4 fm og geymsla 7 fm á hæðinni. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni. Íbúðin er þriðju og efstu hæð hússins. Skráð byggingarár er 2004. Sjá
fyrirkomulag íbúðarinnar á teikningu hjá ljósmyndum af eigninni og svo er hér fyrir neðan
hlekkur á þrívíddarupptöku af íbúðinni.
3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Malbikuð bílstæði fyrir framan húsið.
Forstofa/hol: Flísar á gólfi og fataskápur.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Útgengt á svalir sem snúa til vesturs/suðurs.
Eldhús: Parket á gólfi. Falleg nýleg innrétting. Bakstursofn í vinnuhæð og örbylgjuofn þar fyrir ofan. Spansuðuhelluborð með öflugum gufugleypi yfir.
Hjónaherbergi: Parket á gólfi. Stórt hvítur fataskápur. Gluggi til vesturs.
Barnaherbergi: Eru tvö og er parket á gólfum þeirra beggja og fataskápar.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtutæki og glerþili. Innrétting með handlaug. Salerni. Ekki er gluggi í rýminu en lofttúða er til staðar.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Hillur. Lofttúða er í rýminu.
Geymsla: Læst geymsla er á hæðinni og er hún skráð 7 fm.
Sameign: Hjóla- og vagnageymsla er í húsinu.
Skemmtileg íbúð í góðum í viðhaldsléttu fjölbýli þar sem er örstutt í skóla og leikskóla. Ný verslun Krónunar skammt frá og einnig er Bónus í hverfinu. Ásvallalaug þar sem er bæði keppnislaug og einnig einstaklega góð barnalaug, pottar og ein af örfáum innivatnsrennibrautum landsins.
Sérinngangur er af svölum og opinn stigagangur og eru því hægt að vera með gæludýr.Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf hjá RE/MAX í s:
861-7507 eða á
daddi@remax.is- Ég býð upp á frítt söluverðmat á þinni eign og veiti góða og lipra þjónustu. -Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.