Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Procura fasteignasala kynnir 3ja herbergja sérhæð á fyrstu hæð við Grettisgötu 84, 101 Reykjavík.
Íbúðin er björt og með aukna lofthæð í góðu 3ja íbúða húsi í miðborginni. Eignin er skráð 84,8 m2 og skiptist í 74,7m2 íbúð á hæð og 10,1m2 geymslu í kjallara. Í kjallara er sameiginlegt þvottahús.
Allar íbúðirnar í húsinu eru í eigu sömu fjölskyldu og því er einnig möguleiki að fá allt húsið keypt.
Húsið hefur fengið ágætis viðhald gegnum tíðina og er m.a. búið að fóðra skólp og endurnýja rafmagn að stórum hluta.
Íbúðin sjálf er snyrtileg en mikið upprunaleg. Mjög fallegir gegnheilir plankar á flestum gólfum, fulningahurðir og listar í loftum.
Eignin er laus við kaupsamning.
Nánari lýsing
Inngangur: Frá götu er gengið inn í sameign þaðan sem gengið er upp til að fara í allar íbúðir hússins eða niður til að fara í sameign.
Anddyri: Frá sameign er komið í gott hol sem þaðan sem gengið er í aðrar vistarverur íbúðarinnar. Gegnheilt plankaparket á gólfi.
Eldhús: Mikið upprunalegt og með dúk á gólfi. Pláss til að hafa lítinn eldhúskrók við glugga.
Stofa: Björt og rúmgóð. Gegnheilt plankaparket á gólfi.
Borðstofa/svefnherbergi: Gott herbergi með innbyggðum sérsmíðuðum skáp. Hefur gegnum tíðina bæði verið notað sem svefnherbergi og borðstofa. Gegnheilt plankaparket á gólfi.
Svefnherbergi 2: Gott herbergi út frá stofu. Gegnheilt plankaparket á gólfi.
Baðherbergi: Mikið upprunalegt. Sturtuhorn, nettur vaskur og salerni.
Þvottahús: Í sameign í kjallara er þvottahús, hver með sína vél.
Geymsla : Í kjallara er 10,1m2 sér geymsla fyrir þessa íbúð
Frábært tækifæri til að eignast sérhæð á besta stað í miðborg Reykjavíkur. Góða almenningssamgöngur í nágrenni og stutt í alla helstu þjónustu og verslanir.
Athugið að hluti mynda er tölvuteiknaður til að sýna mögulega notkun rýma.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 497 7700
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum og hvetjum við væntanlega kaupendur til að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Opinber gjöld við kaup: Kostnaður kaupanda vegna kaupa á þessari eign er stimpilgjald kaupsamnings, 0,4% af fasteignamati fyrir fyrstu kaupendur, 0,8% fyrir aðra einstaklinga og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjöld eru 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
101 | 77.8 | 71,5 | ||
101 | 75.2 | 69,9 | ||
101 | 68.4 | 67,7 | ||
101 | 84.5 | 66,9 | ||
101 | 69.7 | 69,9 |