BYR fasteignasala kynnir í einkasölu GRASHAGI 24, 800 Selfoss. Fjögurra herbergja einbýlishús með bílskúr í grónu hverfi á Selfossi. Stutt í alla almenna þjónustu.
Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 1979. Eignin skiptist í hús 126.9 m² og bílskúr 40.6 m² samtals 167.5 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús og borðstofa, stofa, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, búr, gangur og geymsla. Bílskúr með geymslu innaf.
Nánari lýsing: Anddyri með flísum á gólfi, gestasalerni var í anddyri, möguleiki er á að setja það upp aftur, allar lagnir eru til staðar.
Gangur liggur innan við anddyri að öðrum rýmum eignarinnar.
Eldhús og borðstofa eru saman í opnu rými, parketflísar á gólfi, Ikea innrétting, helluborð, háfur, ofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél.
Stofa er innaf borðstofu, arinn (virkur), parket á gólfi. Innangengt var beint frá gangi í stofu, möguleiki er á að opna þar aftur.
Hjónaherbergi, parket á gólfi.
Barnaherbergin eru tvö, parket á gólfi.
Búr er við hlið eldhúss, innrétting og gluggar.
Baðherbergi, flísar á gólfi og hluta veggja,
baðkar og sturta, upphengt salerni, gluggar. Gert er ráð fyrir
þvottaaðstöðu á baðherbergi.
Geymsla, innrétting, inntök veitna eru í geymslu, þaðan er útgengt út í garð við bílskúr/bílaplan.
Bílskúr, málað gólf, rafknúin opnun er á bílskúrshurð (tvær fjarstýringar fylgja). Gönguhurð er á hlið bílskúrs. Geymsla er innst í bílskúr. Bílskúr virðist vera stærri en skráningar segja til um.
Húsið er timburhús á einni hæð klætt að utan með standandi timburklæðningu, bárujárn er á þaki. Timburgluggar og hurðar. Malbikað bílaplan fyrir framan bílskúr.
Lóð er gróin, timburverönd með skjólveggjum og grillskýli er framan við húsið, Gróðurhús er aftan við húsið.
Lóðin er 812,0 m² leigulóð í eigu Sveitarfélagsins Árborgar.
Skráning eignarinnar hjá HMS:
Fastanúmer 218-6201.Stærð: Íbúð 126.9 m². Bílskúr 40.6 m². Samtals 167.5 m².
Brunabótamat: 70.550.000 kr.
Fasteignamat: 76.050.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat 2025: 77.500.000 kr
Byggingarár: Íbúð 1979. Bílskúr 1979.
Byggingarefni: Timbur.
EIGNIN SELST Í ÞVÍ ÁSTANDI SEM HÚN ER Í OG MUN SELJANDI EKKI GERA NEINAR ENDURBÆTUR Á HENNI FYRIR SÖLU.
ÞVÍ ER SKORAÐ Á VÆNTANLEGA KAUPENDUR AÐ KYNNA SÉR VEL ÁSTAND EIGNARINNAR FYRIR KAUPTILBOÐSGERÐ OG LEITA SÉR SÉRFRÆÐIAÐSTOÐAR UM NÁNARI SKOÐUN UM ÁSTAND EIGNAR.