Domusnova og Ragga Rún lögg.fasteignasali kynna: Suðurgata, Akranesi, Mikið endurnýjað 175,6 fm einbýlishús á 2 hæðum með 2 aukaíbúðum á jarðhæð.
3ja íbúða einbýli
Efrið hæð: Útitröppur. Forstofa flísar á gólfi og hengi.
Rúmgott hjónaherbergi og barnaherbergi, parket á gólfum.
Sjónvarpsherbergi með parket á gólfum.
Baðherbergi endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, innrétting, sturta. Í baðherbergi er lúga uppá stórt geymsluloft.
Eldhús allt endurnýjað, uppþvottavél og ísskápur fylgja.
Innangengt úr eldhúsi niður í þvottaherbergi á neðri hæð sem er með sérinngang. Kyndikompa með glugga.
Neðri hæð: Sér inngangur í studioíbúð 1. Forstofa flísar á gólfi sem nær undir stigann upp á efri hæðina.
Gangur, herbergi/stofa og eldhús parket á gólfum.
Eldhús endurnýjað, Baðherbergi, flísar á gólfi, sturta, góð innrétting. Tengi fyrir þvottavél.
Sér inngangur í studioíbúð 2 parket á gólfi og góð eldhúsinnrétting.
hol innaf og þar eru tvö rými annað er með þvottaaðstöðu með hillum og hitt rýmið er baðherbergi með flísum á gólfi og í kringum "walk in" sturtu ,
Endurnýjað af fyrri eigendum.
Húsið er klætt með liggjandi bárustáli.
Endurbætur í kringum. 2010.
Gluggar á suður og austurhlið eru endurnýjar á báðum hæðum.
Lagnir fyrir heitt og kalt vatn.
Varmaskiptir.
Allar ofnalagnir og ofnar endunýjaðar.
Aðal rafmagnstafla endurnýjuð svo og greinatafla og búið að draga nýtt í mikið af raflögnunum.
Endurbætur á árunum 2018-2020.
Efri hæð: Gólfefni, hurðir, eldhúsinnrétting og baðherbergi.Ofnalagnir yfirfarnar.
Studioíbúð 1 standsett á jarðhæð hægri megin við húsið Buið að leggja gólfhita í baðherbergi, eldhús og geymslu á neðri hæð og baðherbergi á efri hæð.
Endurbætur á árunum 2022
Sudioíbúð 2 standsett á jarðhæð vinstra megin við húsið.
Mikið endurnýjað einbýli með útleigumöguleika á jarðhæð
Nánari upplýsingar veitir:
Ragnheiður Rún Gísladóttir löggiltur fasteignasali ragga@domusnova.is / sími 861-4644
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 3.800,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.