Trausti fasteignasala kynnir hlýlegt og fallegt einbýlishús á þremur hæðum. Húsið stendur í rólegu og barnvænu hverfi þar sem stutt er í rólóvöll, leikskóla, grunnskóla, verslun og þjónustu. Göngustígar og brýr tengja hverfið við Skeifuna og Kringluna. Einfalt að útbúa sér íbúð í kjallara. Falleg og gróin lóð umhverfis húsið og skjólgóður sólpallur. Húsið hefur fengið gott viðhald.Nánari lýsing:MiðhæðForstofa með flísum á gólfi.
Stofan er rúmgóð og skiptist upp í tvær samliggjandi stofur. Parket á gólfi. Útgengt út á rúmgóðan pall sem snýr í suður.
Vinnuherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi með hvítri innréttingu og speglaskáp, flísar á gólfi.
Eldhús með fallegri hvítri L-laga innréttingu, efri og neðri skápar, keramik helluborð, bakaraofn, örbylgjuofn og innbyggð uppþvottavél.
Efri hæðKomið inn á parketlagðan gang en þar eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Svefnherbergi I, rúmgott með velux þakglugga og svölum sem snúa í suður, parket á gólfi.
Svefnherbergi II, rúmgott með glugga í norður sem fallegu útsýni í átt að Esju, parket á gólfi
Svefnherbergi III, með fallegum kvistglugga, parket á gólfi. Öll herbergin eru með geymsluskápum undir súð.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. vaskur, baðkar með sturtuaðstöðu, upphengt salerni, skápur með skúffum, flísar á gólfi.
KjallariÞegar komið er niður er komið inn á flísalagðan gang og er þar útidyrahurð.
Tvær geymslur og rúmgott þvottahús með sturtu. Af þeim gangi er svo gengið inn á annan gagn en þar er einfalt að útbúa sér íbúð.
Herbergi I, rúmgott og bjart með parket á gólfi.
Herbergi II, rúmgott með dúk á gólfi.
Baðhergi með lítill innréttingu,
Geymsla er sem er mjög rúmgóð.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og hefur verið skipt um nokkra glugga og útidyrahurð í kjallar. Einnig hefur verið drenað í kringum húsið.
Um er að ræða einstaklega fallegt og hlýlegt hús á frábærum stað í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veita:Auðun Ólafsson löggiltur fasteignasali, í síma 894-1976, tölvupóstur
audun@trausti.isKristján Baldursson löggiltur fasteignasali, í síma 867-3040, tölvupóstur
kristjan@trausti.is