Fasteignaleitin
Skráð 17. okt. 2024
Deila eign
Deila

Ölduslóð 17

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
65.7 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
52.900.000 kr.
Fermetraverð
805.175 kr./m2
Fasteignamat
42.350.000 kr.
Brunabótamat
34.850.000 kr.
Mynd af Óskar H. Bjarnasen
Óskar H. Bjarnasen
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1957
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2080851
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað 2011
Raflagnir
Endurnýjað 2011
Frárennslislagnir
Endurnýjað 2011 einnig. Einnig dren.
Gluggar / Gler
þarfnast skoðunar og viðhalds að hluta
Þak
Endurbætt c.a. 2005-2006. Málað fyrir nokkrum árum.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Engar svalir. Sameiginlegur garður
Lóð
25
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Athugið að eignin er skráð skv. fasteignayfirliti HMS 56,9 fm. en eignaskiptayfirlýsing tiltekur að stærð hennar sé samtals 65,7 fm með geymslu. Skráning er talinn rétt skv. eignaskiptayfirlýsingu. Athugið að fyrirliggjandi teikning er ekki rétt. Breytingin er að geymslur í sameign á teikningu er í dag annað svefnhergi þessarar eignar. Eignaskiptayfirlýsing staðfestir að um sé að ræða þriggja herbergja íbúð. Útbungun er á neðst í eldhúsi og öðru svefnherbergjanna. Rofi í gangi er bilaður eða þarfnast skoðunar. Ástansskoðun fór fram á risíbúð húsins í Ágúst 2024. Mælist raki í tveimur herbergjum og tekið fram að loft eignar væri ekki með rakasperru. Samkvæmt eigendum þeirrar eignar er búið að laga þá staði sem raki kom fram, engir lekar eru til staðar í þaki og loftun er góð.
"Íbúðin getur verið laus við undirritun kaupsamnings"

Valhöll fasteignasala kynnir í einkasölu. Talsvert endurnýjuð 65,7 m2 3ja herbergja íbúð á 1. hæð (ekki kjallari) með sérinngangi í þríbýli á rólegum og góðum stað í Hafnarfirði. Innangengt í sér geymslu og sameiginlegt þvottahús á hæðinni. Sameiginlegur garður er umhverfis húsið. Stutt er í alla helstu þjónustu. Góðir möguleikar í skipulagi.

Nánari upplýsingar veitir Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is.


Nánari lýsing eignar:
Sérinngangur er inn í íbúðina (engar tröppur).
Flíslagt anddyri
Þaðan er innangengt í sameign þar sem finna má sér geymslu með hillum og sameiginlegt þvottahús þar sem allir eru með sínar vélar.
Forstofuhol sem liggur í aðrar vistarverur íbúðarinnar.
Eldhús er upprunalegt. Tengi fyrir uppþvottavél.
Baðherbergi með vaskinnréttingu og skáp, salerni, og sturtu. Gluggi.
Stofa með góðum gluggum.
Minna svefnherbergi er inn af stofu (c.a. 11 fm).
Stærra svefnherbergið er stórt með fataskáp og gluggum í tvær áttir.

Gólfefni: Parket er á íbúðinni fyrir utan andyri, eldhús og baðherbergi sem er flísalagt.

Sameiginlegur garður er umhverfis húsið.

Skv. seljanda hefur eignin verið mikið endurnýjuð á síðustu árum:
Árið 2011
-Skólp og drenlagnir endurnýjaðar.
- Nýjir ofnar settir sem og ofnalagnir og lagnagrind.
-Ný rafmagnstafla sett upp.
-Baðherbergi endurnýjað.
c.a. árið 2005-2006
-Þak endurbætt (var svo málað fyrir nokkrum árum).

Nánari upplýsingar veitir:
Óskar H. Bjarnasen, lögmaður og löggiltur fasteignasali í síma 691-1931 eða oskar@valholl.is.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/08/201515.750.000 kr.15.264.000 kr.56.9 m2268.260 kr.Nei
23/10/200713.540.000 kr.14.000.000 kr.56.9 m2246.045 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vitastígur 6
Skoða eignina Vitastígur 6
Vitastígur 6
220 Hafnarfjörður
70.2 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
312
782 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Breiðvangur 14
Skoða eignina Breiðvangur 14
Breiðvangur 14
220 Hafnarfjörður
59.1 m2
Fjölbýlishús
312
861 þ.kr./m2
50.900.000 kr.
Skoða eignina Reykjavíkurvegur 22
Reykjavíkurvegur 22
220 Hafnarfjörður
67.8 m2
Fjölbýlishús
312
810 þ.kr./m2
54.900.000 kr.
Skoða eignina Móabarð 6B
Skoða eignina Móabarð 6B
Móabarð 6B
220 Hafnarfjörður
61.6 m2
Fjölbýlishús
211
859 þ.kr./m2
52.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin