Fasteignaleitin
Skráð 1. júlí 2024
Deila eign
Deila

Eikarlundur 20

EinbýlishúsNorðurland/Akureyri-600
288.9 m2
7 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
169.900.000 kr.
Fermetraverð
588.093 kr./m2
Fasteignamat
119.900.000 kr.
Brunabótamat
136.200.000 kr.
Mynd af Helgi Steinar Halldórsson
Helgi Steinar Halldórsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali
Byggt 1978
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2145858
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Gott
Frárennslislagnir
Endurnýjað.
Gluggar / Gler
Gler endurnýjað að hluta.
Þak
Yfirfarið 2011
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Nei
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita, ofnar og gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Kasa fasteignir - 461-2010

Eikarlundur 20 - Glæsilegt 288,9 fm 8 herbergja einbýlishús á pöllum með tvöföldum bílskúr ásamt stórum steyptum palli með heitum potti, vaðlaug, sauna, sturtuaðstöðu og útieldhúsi.
Eignin er skráð 288,9 fm en nýtanlegir fermetrar eru um 340-345 fm.

Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, 6 svefnherbergi, 2 baðherbergi, 1 gestasalerni, sjónvarpsstofu, hol, geymslu/lagnarými, búr, þvottahús, auka forstofu og rúmgóðan bílskúr.

Aðalhæð
: Komið er inn í forstofu, með góðum fataskáp. Inn af forstofu er alrými með eldhúsi, stofu, borðstofu, geymslu og þvottahúsi.
Út frá eldhúsi er gengið inn á gang á milli hús og bílskúrs, byggt hefur verið yfir ganginn og nýtist hann sem stór og góð forstofa.
Gengið er þaðan inn í tvöfaldann bílskúr sem er mjög rúmgóður, inn í bílskúrnum er salerni með upphengdu salerni.
Efripallur: Farið er upp hálfa hæð úr aðalhæð í svefnherbergisálmu. Þar eru þrjú svefnherbergi ásamt baðherbergi með sturtu.
Neðripallur: Farið er niður hálfa hæð úr aðalhæð í aðra svefnherbergis álmu, þar eru tvö svefnhergi ásamt baðherbergi með sturtu og baðkari.
Kjallari: Gengið er úr neðrihæð niður nokkrar tröppur í kjallara, þar eru stórt hol ásamt stóru sjónvarpsherbergi með gluggum. Einnig er stór geymsla og lagnarými í kjallaranum - Það rými er ekki inn í fermetratölu.
Sólpallur: Út frá aðalhæð er gengið á mjög stórann steyptan sólpall með steyptum heitum potti ásamt vaðlaug. Einnig er útihús sem er einangrað, þar er stórt sauna, salerni og sturtuaðstaða. Búið er að gera aðstöðu fyrir útieldhús á pallinum og gera góðan geymsluskúr. 

Aðalhæð
Forstofa
: Góður fataskápur.
Eldhús: Rúmgóð innrétting með góðu skápa og skúffuplássi. Pláss er fyrir tvöfaldan ísskáp í innréttingu. Bakara- og örbylgjuofn í vinnuhæð. Tækjaskápur. Eyjan er með skúffum beggja vegna, stórt helluborð með háfi, í eyjunni er einnig vaskur. Steinn er í borðplötum.
Stofa: Rúmgott rými sem nýtist sem borðstofa og setustofa. Í rýminu er góð lofthæð. Stór arinn setur flottan svip á stofuna.
Búr: Er með hillum.
Þvottahús: Góð innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Stór vaskur er í þvottahúsi.
Forstofa á milli bygginga: Búið er að byggja yfir á milli húss og bílskúrs. Þar er góð forstofa með hengi. Rýmið er ekki inn í birtri fermetratölu en er um 15 fm. 
Bílskúr: Tvöfaldur mjög rúmgóður bílskúr með flísalögðu gólfi. Innrétting er í bílskúrnum ásamt salerni. Bílskúrinn er skráður 48,4 fm.

Efripallur
Svefnherbergi: Eru þrjú á hæðinni, eitt þeirra er notað sem fataherbergi í dag. 
Baðherbergi: Flott innrétting með stein plötu. Borðvaskur er á plötunni. Stór sturta með sturtugleri. Vegghengt salerni og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf.

Neðripallur
Svefnherbergi: Eru þrjú á hæðinni, öll þeirra með fataskápum.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með hornbaðkari og sturtu. Góð innrétting með borðvaski. Flísalagt í hólf og gólf. Vegghengt salerni.

Kjallari
Hol: Flísar á gólfi.
Sjónvarpsherbergi: Rúmgott rými með flísum á gólfi. Opnanlegir gluggar eru á rýminu.
Geymsla: Stór geymsla er í kjallara, þar eru hillur á veggjum. Einnig er þar lagnarými. Rýmið er ekki inn í birtum fermetrum en er um 40-45 fm.

Verönd - Stór steypt verörnd með skjólveggjum allan hringinn.
Einangrað
hús er á veröndinni, þar er sauna með legubekkjum, vegghengt salerni og sturtuaðstaða.
Steyptur heitur pottur er við húsið, þar er einnig vaðlaug.
Útieldhús er við pallinn, þar er pláss fyrir grill og pizzaofn.
Geymsluskýr/skýli, köld geymsla sem er um 15 fm. 
Matjurtargarður er á lóðinni, þar er ræktað jarðaber, klettasalat, grænkál, kryddjurtir og rótargrænmeti.

Viðhald seinustu ár:
- Búið er að endurnýja skólplagnir.
- Búið er að endurnýja vatnslagnir að hluta.
- Búið að endurnýja gler og glugga að hluta.
- Þak yfirfarið árið 2011.
- Golfhiti í aðalrými og í efri svefnálmu.
- Húsið ný drenað allan hringinn.
- Búið er að endurýja bílaplan og garðinn fyrir framan hús.
- Hiti í bílaplani, stéttum og megni af sólpalli.
- Hlaðin blómaker fyrir framan hús.
- Mikið endurnýjuð eign á afar smekklegan hátt.

Annað:
- Stutt í leik og grunnskóla
- Stutt í íþróttasvæði KA.
- Áætlað fasteignamat fyrir árið 2025 : 132.600.000.-

Nánari upplýsingar veita:
Helgi Steinar á helgi@kasafasteignir.is eða í síma 666-0999.
Sigurpáll á sigurpall@kasafasteignir.is eða í síma 696-1006.
Sibba á sibba@kasafasteignir.is eða í síma 864-0054.
 

------------

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Kasa fasteignir benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald sýslumanns af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.


 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
05/05/201756.600.000 kr.79.000.000 kr.288.9 m2273.451 kr.
20/01/201039.300.000 kr.41.700.000 kr.288.9 m2144.340 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1986
48.4 m2
Fasteignanúmer
2145858
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
17.450.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Krókeyrarnöf 9
Bílskúr
Skoða eignina Krókeyrarnöf 9
Krókeyrarnöf 9
600 Akureyri
288.6 m2
Einbýlishús
724
620 þ.kr./m2
179.000.000 kr.
Skoða eignina Barmahlíð 4
Bílskúr
Skoða eignina Barmahlíð 4
Barmahlíð 4
603 Akureyri
275.2 m2
Einbýlishús
725
580 þ.kr./m2
159.500.000 kr.
Skoða eignina Hesjuvellir
Skoða eignina Hesjuvellir
Hesjuvellir
601 Akureyri
330.4 m2
Einbýlishús
524
515 þ.kr./m2
170.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin