Fasteignaleitin
Skráð 2. des. 2025
Deila eign
Deila

Blikanes 20

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
563.6 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
4 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
269.700.000 kr.
Brunabótamat
217.850.000 kr.
GT
Guðmundur Th. Jónsson
Lögg. fasteiganasali
Byggt 2001
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2069368
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upphaflegar
Raflagnir
Upphaflegar
Frárennslislagnir
Upphaflegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
Gott
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Suðursvalir
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti og hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu eitt allra glæsilegasta einbýlishús landsins.  Um er að ræða  563,6 fermetra einbýlishús með auka íbúðarrými í hluta hússins, stóru og vönduðu SPA með gufuböðum og útgengi í heitan pott og innbyggðum tvöföldum bílskúr á 1.216 fermetra glæsilegri eignarlóð á mjög skjólsælum og eftirsóttum stað á sunnanverðu Arnarnesi í Garðabæ.  Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni, einum þekktasta og eftirsóttasta arkitekt þjóðarinnar, hjá PK arkitektum.

Lóðin, sem er 1.216,0 fermetra eignarlóð, er fullfrágengin og viðhaldslétt. Stór og glæsileg innkeyrsla og stéttir fyrir framan húsið með hitalögnum undir, marmarasúlur í malarbeðum, skjólsæl verönd með steyptum skjólveggjum, heitum potti, garðskála o.fl. 


Skipulag eignarinnar: 

Eignin skiptist m.a. í glæsliegt anddyri með mikilli lofthæð, 5 - 6 svefnherbergi, stórar og virkilega glæsilegar stofur með mjög mikilli lofthæð, gólfsíðum gluggum til suðurs og hurðum út á verönd, stórt "SPA" með baðherbergi, þrjú önnur baðherbergi, gestasnyrting, stórt þvottaherbergi, íbúðarrými með sér eldhúsi og baðherbergi, sem getur þjónað vel t.d. eldri börnum eða au-pair og stóran tvöfaldan bílskúr sem innangengt er í.   Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar og vandaðar og öll tæki eru af vandaðri gerð. Verulega aukin lofthæð er í stórum hluta eignarinnar.

Gróf lýsing eignar:
Komið er inn í stóra forstofu með miklum fataskápum og gríðarlega mikilli lofthæð.  Hol.  Innaf holi er gangur.  Baðherbergi með glugga, vönduðum tækjum, flísalagðri sturtu og hornbaðkari. Afar vönduð tæki í baðherbergi.  Stórt herbergi, parketlagt.  Eldhús, parketlagt og með innréttingum auk glugga.  Stórt herbergi, parketlagt og með snyrtingu innaf.  Þvottaherbergi með glugga og miklum og vönduðum innréttingum með stæðum fyrir vélar í vinnuhæð, vaski og vinnuborði.  Forstofa með bakinngangi og góðum fataskápum.  Innangengt í bílskúr sem er tvöfaldur með epoxy á gólfi, föstum stórum skápum með rennihurðum, gluggum og rafmótor á hurð.  
Úr holi er gengið niður nokkur þrep á lítinn gang með snyrtiherbergi og stórri geymslu innaf.  Stórt fjölskylduherbergi, með innfelldum hátölurum og innbyggðum skápum.  Spa er flísalagt með stóru sturtuherbergi (vatnsgufu og fótabaði), salerni og saunabaði.  Vönduð tæki. 

Á efri hæð eru glæsilegar samliggjandi stofur með glerveggjum og gler rennihurðum á milli.  Fallegur gasarinn er í stofum og mjög mikil lofthæð. Eldhús er opið við stofu og með vönduðum ljósum viðarinnréttingum með náttúrugrjóti á borðum. Vönduð tæki eru í eldhúsi.  Úr eldhúsi og stofum eru fjórir útgangar á verönd til suðurs og þaðan niður á aðra afgirta verönd með heitum potti og garðskála.
Á efsta palli hússins, sem skiptist í tvo hluta eru:  Gangur með fataskápum eftir endilöngu, stórt hjónaherbergi, baðherbergi með glugga, stórri flísalagðri sturtu og baðkari sem er fellt niður í gólf. Vönduð tæki eru í baðherbergi. Fataherbergi (á teikningum barnaherbergi), stórt og með föstum innréttingum og skápum.  Tvö stór herbergi, annað með öðru herbergi (setustofu) innaf og snyrtingu.

Vönduð gólfefni eru á húsinu, parket og náttúruflísar af vandaðri gerð. Baðherbergi eru lögð marmara og mosaikflísum.   Hússtjórnarkerfi og innbyggðir hátalarar eru í loftum hússins að hluta. 

Húsið að utan er í góðu ástandi.

Lóðin, sem er 1.216,0 fermetra eignarlóð, er afar glæsileg með stórri innkeyrslu með hellum og hitalögnum undir, steyptum veggjum, möl í beðum o.fl.  Lóðin er nánast viðhaldsfrí. 

Eignin er skráð skv. Fasteignaskrá Íslands 460,4 fermetrar en er í raun 563,6 fermetrar að stærð skv fyrirliggjandi samþykktri og stimplaðri skráningartöflu vegna eignarinnar.

Hér er hlekkur á umfjöllun um húsið af heimasíðu arkitektsins:  https://pk.is/projects/b20

Allar nánari upplýsingar um eignina og tímapantanir fyrir skoðun veitir Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali, í síma 570-4500 eða á netfanginu gtj@fastmark.is  Athugið að eignin verður eingöngu sýnd í einkasýningum.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/04/2017129.050.000 kr.235.000.000 kr.460.4 m2510.425 kr.Nei
24/02/2014121.900.000 kr.152.500.000 kr.460.4 m2331.233 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2001
52.1 m2
Fasteignanúmer
2069368
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
17.850.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Vallargata 14
Skoða eignina Vallargata 14
Vallargata 14
230 Reykjanesbær
552 m2
Einbýlishús
Fasteignamat 163.150.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Oddspartur Veislusalur hús gisting
Oddspartur Veislusalur hús gisting
851 Hella
577.4 m2
Einbýlishús
5
256 þ.kr./m2
147.900.000 kr.
Skoða eignina Hverfisgata 50
Skoða eignina Hverfisgata 50
Hverfisgata 50
101 Reykjavík
605.5 m2
Fjölbýlishús
Fasteignamat 301.800.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Hamarskot
Bílskúr
Skoða eignina Hamarskot
Hamarskot
803 Selfoss
516.7 m2
Einbýlishús
19416
288 þ.kr./m2
149.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin