Miklaborg kynnir: Vel skipulagða stúdíoíbúð í Litla Skerjafirði í Reykjavík með sérinngangi. íbúðin er skráð 25fm og er hver fermeter vel nýttur.
Íbúðin er vel staðsett í rólegu umhverfi þar sem Háskólinn og miðbærinn eru í göngufæri.
Komið er inn í anddyri með flísum á gólfi. Eldhúsið er með góðri eldunaraðstöðu. Tengill og pláss fyrir þvottavél.
Svefnherbergi og stofa eru í sameiginlegu björtu rými með tveimur gluggum. Baðherbergið er flísalagt, innrétting, sturta og upphengt salerni.
Að utan lítur húsið vel út, klætt bárujárni og er steyptur grunnur með steníklæðningu.
Íbúðin er samþykkt.
Gólfefni: Flísar á öllu rýminu.
Allar nánari upplýsingar veitir: Bára Gunnlaugsdóttir í síma 899-8809 eða bara@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 30/04/2019 | 17.550.000 kr. | 22.500.000 kr. | 25 m2 | 900.000 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
102 | 25 | 38 | ||
101 | 37.8 | 39,9 | ||
105 | 33 | 37,9 | ||
109 | 39.5 | 39,9 |