Litla Fasteignasalan s: 482-9900 kynnir - Huggulegt einbýlishús í rólegum botnlanga með bílskúr og
auka íbúð Fallegur skjólsæll bakgarður með nýjum palli, heitum potti og gróðurhúsi
Lýsing eignar:Forstofa með flísum á gólfi
Stofa með uppteknu lofti og skiptist í borðstofu og stofu með parketi á gólfi. Útgengt er á verönd /pall úr stofu.
Inn af stofu er rými sem hægt er að nýta sem
fjórða svefnherbergið.
Eldhús með ljósri innréttingu, nýr bakaraofn í vinnuhæð, nýtt spanhelluborði, tengi fyrir uppvöskunarvél í vinnuhæð og flísar á gólfi.
Gott rými er fyrir borðkrók og útgengt er út á verönd /pall, þar er einnig innangengt í þvottahús.
Hjónaherbergi með stórum fataskáp og parket á gólfi
Svefnherbergi 2 með fataskáp, parket á gólfi
Svefnherbergi 3 með parketi á gólfi
Baðherbergi er með flísalögðu gólfi og hluta af veggjum, inngengri sturtu, góðri innréttingu með handlaug, upphengdu salerni og handklæðaofni
Þvottahús með innréttingu og vaski, gott skápapláss, flísar á gólfi og útidyrahurð
Bílskúr er frístandandi og 55m
2 að stærð, í aftari hluta hans er búið að útbúa íbúð.
Auka íbúð með sérinngangi og skiptist í
stofu,
eldhús með snyrtilegri innréttingu,
herbergi inn af stofu og
baðherbergi með sturtu.
2025 - Nýr pallur smíðaður með skjólveggjum og nýr heitur pottur með loki
2024 - Nýtt spanhelluborð og bakarofn
2024 - Hluti húss og glugga málaðir
2022 - Baðherbergi endurnýjað
2022 - Dregið í nýtt rafmagn í baðherbergi og einu svefnherbergi
2022 - Nýjar kalda- og heitavatns heimtaugar inn í hús
2021 - Íbúð í bílskúr stækkuð og herbergi bætt við
2020 - Útidyrahurð út á pall úr stofu endurnýjuð
Garðurinn er gróinn, snýr til suðurs og er skjólsæll með 13,5 m
2 gróðurhúsi.
Nýr pallur, með skjólveggjum og heitum potti, hellulögð verönd og aðgengi að bílskúr.
Innkeyrsla er stór og hellulögð með snjóbræðslu
Sjáið staðsetninguFrábær staðsetning innst í skjólsælum botnlanga.
Eign með möguleika á leigutekjum og stutt að sækja ýmiskonar þjónustu.
Nánari upplýsingar veitirSigþrúður J. Tómasdóttir
sími 892-0099 sissu@litlafasteignasalan.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila
Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Litla Fasteignasalan benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.