Fasteignaleitin
Skráð 17. sept. 2024
Deila eign
Deila

Holtsgata 34

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
79.7 m2
3 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
814.304 kr./m2
Fasteignamat
58.650.000 kr.
Brunabótamat
35.050.000 kr.
Mynd af Þórdís Davíðsdóttir
Þórdís Davíðsdóttir
Löggiltur fasteigna-, og skipasali.
Byggt 1942
Garður
Gæludýr leyfð
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2000779
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ekki vitað
Raflagnir
Rafm.tafla í húsi endurn 2007
Frárennslislagnir
Klóaklagnir fóðraðar 2013
Gluggar / Gler
Endurnýjað 2011
Þak
Járnogpappi_2007, rennur 2013
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Engar svalir
Upphitun
Hitaveita/Danfoss
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Parket farið að láta á sjá
RE/MAX ásamt Þórdísi Björk Davíðsdóttur löggiltum fasteignasala kynna: 
Bjarta og vel skipulagða 3ja - 4ra herbergja íbúð á 2.hæð litlu fjölbýli í Vesturbænum. Íbúðinni fylgir herbergi í risi og geymsla í kjallara. Eignin er sérlega vel staðsett og stutt er í fallegar gönguleiðir við sjávarsíðuna, alla helstu þjónustu, sundlaug og leik- og grunnskóla. 
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 79,7 fm og er íbúðin á hæð 71,8 fm, herbergi í risi  4,8 fm (gólfflötur 8,3 fm) og geymsla í kjallara 3,1 fm.

- SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

- SMELLTU HÉR og skoðaðu íbúðina
- SMELLTU HÉR og skoðaðu ris-herbergið


Framkvæmdir húsfélagsins síðustu ár:
2007 - Rafmagnstafla endurnýjuð fyrir húsið  - Þak - Járn og pappi 
2011 - Gluggar endurnýjaðir
2012 - Múrviðgerðir að utan, steyptur nýr þaþakkanntur og renna
2013 - Niðurföll
2022 - Stigagangur málaður
2023 - Grindverk málað

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Þórdís Björk löggiltur fasteigna- og skipasali s: 862-1914 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða alla daga á netfangið thordis@remax.is

Innan íbúðar er forstofa, tvö herbergi, stofa, borðstofa, eldhús og baðherbergi. Innan íbúðar er forstofa, tvö herbergi, stofa, borðstofa, eldhús og baðherbergi. Í risi hússins er herbergi merkt 01 0304 sem tilheyrir íbúðinni. Í kjallara er svo 3,1 fm geymsla.
Nánari lýsing eignar:
Komið er inn í forstofu sem er einnig miðrými / gangur íbúðar. Fatahengi á vegg en einnig fyrir framan íbúð á stigagangi.
Herbergi I er rúmgott með góðum þreföldum fataskápum og parketi á gólfi.
Herbergi II er hjónaherbergið sem er rúmgott með góðum fjórföldum fataskáp með speglum og parketi á gólfi.
Baðherbergið er með rauðum Fibo plötum í flísalíki á og við baðkarið en hvítum flísum á gólfi. Veggföst innrétting er á bakvið hurðina, handklæðaofn, skápur undir handlaug og opnanlegur gluggi.
Eldhúsið er bjart með góðum glugga út í bakgarðinn og er viðarinnrétting með ágætis skápaplássi. Tengi er fyrir uppþvottavél, niðurfellanlegt eldhúsborð, hillur þar fyrir ofan og er parket á gólfi. Seljandi mun endurnýja blöndunartæki við vaskinn.
Stofan og borðstofan eru í opnu og björtu samliggjandi rými með parketi á gólfi. 
Í risi hússins er herbergi merkt 01 0304 sem tilheyrir íbúðinni. Herbergið er skráð sem geymsla en er nýtt sem herbergi með opnanlegum þakglugga og plastparketi á gólfi. Gólfflötur herbergis er 8,3 fm en fermetrar skráðir eru 4,8 fm.
Geymslan sem fylgir eigninni er 3,1 fm og er gengið inn í hana úr þurrkherbergi.
Í sameign er þvottahús þar sem hver og einn er með pláss fyrir þvottavél og þurrkara tengt á sitt rafmagn og einnig eru sameiginlegar þvottasnúrur.
Sameiginlegur garður er bæði fyrir framan húsið og við inngang í stigaganginn.
Bílastæði eru EKKI gjaldskyld í götunni.
Stutt er í alla helstu þjónustu - Sundlaug, íþróttahús og leik- og grunnskóli í göngufæri.
Um er að ræða virkilega bjarta og fallega eign. Með meiri lofthæð en gengur og gerist í byggingum í dag. Þetta er eign sem vert að skoða nánar.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
- Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
- Ertu í söluhugleyðingum? Smelltu HÉR til að fá frítt verðmat.


Heimasíða RE/MAX
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

·      Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar)af heildarfasteignamati.
·      Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
·      Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar.
·      Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
21/07/201524.950.000 kr.31.800.000 kr.79.7 m2398.996 kr.
13/11/200716.090.000 kr.20.300.000 kr.79.7 m2254.705 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hverfisgata 106a
Skoða eignina Hverfisgata 106a
Hverfisgata 106a
101 Reykjavík
70.1 m2
Fjölbýlishús
312
954 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Skoða eignina Grettisgata 46
Skoða eignina Grettisgata 46
Grettisgata 46
101 Reykjavík
80.6 m2
Fjölbýlishús
312
805 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 79
Skoða eignina Sólvallagata 79
Sólvallagata 79
101 Reykjavík
61.4 m2
Fjölbýlishús
111
1024 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Laufásvegur 17
Skoða eignina Laufásvegur 17
Laufásvegur 17
101 Reykjavík
86.6 m2
Fjölbýlishús
22
784 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin