Fasteignaleitin
Skráð 28. sept. 2025
Deila eign
Deila

Hellishólar

Jörð/LóðSuðurland/Hvolsvöllur-861
3199 m2
Verð
1.700.000.000 kr.
Fermetraverð
531.416 kr./m2
Fasteignamat
399.492.000 kr.
Brunabótamat
939.240.000 kr.
Mynd af Björgvin Guðjónsson
Björgvin Guðjónsson
Fasteignanúmer
2193725
Húsgerð
Jörð/Lóð
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Lóð
100
Upphitun
Rafmagn
Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Ferðaþjónustan Hellishólum, Rangárþingi eystra. Um er að ræða mjög vel uppbyggða ferðaþjónustu sem hefur verið byggð upp á jörðinni Hellishólum í Fljótshlíð sem saman stendur af gistirými í hótelskálum og sumarhúsum fyrir allt að 165 manns ásamt tjaldstæði fyrir nærri 100 hjólhýsi, þ.a. eru u.þ.b. 70 heilsársstæði sem gefa fastar leigutekjur. 9 holu golfvöllur er til staðar og er aðgengilegt að stækka hann upp í 18 holu golfvöll. Matsalur fyrir 130 manns og mjög gott eldhús er til staðar ásamt sér sal með eldhúsaðstöðu sem leigður er út. Öll starfsmannaaðstaða er til fyrirmyndar. Aðgengilegt er að halda uppbyggingu áfram. Hér er á ferðinni afar áhugavert tækifæri þar sem reksturinn hefur gengið afar vel á undanförnum árum. Til greina kemur að taka fasteignir upp í hluta kaupverðs.

Nánari lýsing:
Tveir hótelskálar með samtals 32 tveggja manna herbergjum og fjórum eins manns herbergjum. Baðherbergi er inn af hverju herbergi.
Níu 15,6 fm sumarhús sem hafa baðherbergi og gistiaðstöðu fyrir þrjá.
Tíu 22,9 fm sumarhús sem hafa eldhús, baðherbergi og gistiaðstöðu fyrir fjóra.
Fimm 39 fm sumarhús sem hafa eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi með gistiaðstöðu fyrir sex manns.
Veitingasalur er fyrir 130 manns ásamt mjög vel útbúnu eldhúsi með rúmgóðum kælum og frystum.
Minni veitingasalur fyrir 40 manns ásamt eldhúsi.
Þvottahús með öflugum iðnaðartækjum.
Góð starfsmannaaðstaða með setustofu, eldhúsi og 11 svefnherbergjum, þ.a. 6 með sér baðherbergi.
Rúmgóðar geymslur fyrir áhöld og búnað.
Reksturinn er seldur með öllum tækjum og búnaði sem tilheyrir starfseminni skv. tækjalista.
Jörðin er 90 - 100 hektarar ásamt hlutdeild í sameiginlegu heiðarlandi.
Veiðiréttindi eru í Þverá og veiði er í Hellishólavatni þar sem slept er silung árlega.
Nokkrar óbyggðar sumarhúsalóðir hafa verið stofnaðar úr jörðinni og fylgja með.
3ja fasa rafmagn og mjög öflugur rafmangsstofn.
Ljósleiðari.

Mikið og glæsilegt útsýni er frá Hellishólum og staðurinn í alla staði sérlega fallegur.

Það sem boðið er til sölu er rekstrarfélagið með þeim fasteignum sem inni í því eru og tilheyra rekstrinum ásamt tilheyrandi tækjum og búnaði eins og að framan er lýst.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,5%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin