Domusnova fasteignasala og Sverrir Sigurjónsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna:
Í einkasölu:Bjart og fallegt 141,3 fm. endaraðhús þar af er 47 fm. sambyggður bílskúr. Húsið er byggt úr timbri árið 2021 og er klætt að utan með lituðu bárujárni. Litað járn er einnig á þaki. Gluggar og útihurðir eru úr furu.
Að innan telur íbúðin:
Tvö rúmgóð
svefnherbergi, borðstofa, stofa, eldhús, baðherbergi, forstofa og þvottahús.
Harðparket er á öllum gólfum nema á forstofu, þvottahúsi og baði en þar eru flísar.
Í
eldhúsinu er hvít innrétting með tvöföldum ísskáp.
Á
baðinu er hvít innrétting, walk-in sturta, upphengt wc og handklæðaofn.
Í
þvottahúsinu er góð hvít innrétting og flísar á gólfi.
Innangengt er úr þvottahúsi í
bílskúr.Hiti er í gólfum hússins.
Stofa er í opnu rými við eldhús og snýr hún á móti suðri
Hurð liggur út á baklóð úr stofunni út á
stóra verönd með skjólveggjum og
heitum potti og geymsluskúrBílskúrinn er flísalagður og innaf honum er
herbergi/geymsla. Hurð er út á verönd úr því herbergi. í dag er bílskúrinn stúkaður niður í þrjú rými, bílskúr, sjónvarpshol og herbergi. Milli bílksúrs og sjónvarpshols eru léttir fataskápar sem uaðvelt er að fjarlægja og stækka bílskúrinn aftur.
Innkeyrsluhurðin í bílskúrinn er álflekahurð.
Örstutt er í nýjasta skóla Selfossbæjar, Stekkjaskóla.
Nánari upplýsingar veitir:Sverrir Sigurjónsson löggiltur fasteignasali / s.662 4422 / sverrir@domusnova.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:- Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.