Fasteignaleitin
Skráð 8. okt. 2024
Deila eign
Deila

Breiðvangur 32

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
114.6 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
71.900.000 kr.
Fermetraverð
627.400 kr./m2
Fasteignamat
65.450.000 kr.
Brunabótamat
52.850.000 kr.
Mynd af Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Fasteignasali
Byggt 1974
Þvottahús
Garður
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2074029
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
4
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
endurnýjaðar að hluta, nýjir ofnar í öllum rýmum nema þvottahúsi og forstofuherb, gólfhiti í eldhúsi og baði
Raflagnir
nýlegar, nýir rofar, tenglar, tafla uppfærð og lekaliði
Frárennslislagnir
gamlar
Gluggar / Gler
gamlir
Þak
gamalt en þakskyggni var endurnýjað og lagfært
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
já, suð-vestur svalir
Upphitun
ofnar, hiti í gólfi á baðherbergi og eldhúsi
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
* Til er skýrsla sem unnin var af Verksýn um viðhaldsþörf fyrir heildar húsið Breiðvang 30-32.  
* Var Verksýn falið að sjá um útboð framkvæmda, en áætlað er að þurfi að fara í gluggaskipti, múviðgerðir og málun o.fl. 
* Ekki er búið að taka neina ákvörðun um framkvæmdir ennþá en líklega verður byrjað á þeim næsta vor árið 2025. 
* ATH. núverandi eigendur tóku niður vegg á milli eldhúss og stofu, sést á grunnteikningu hvar hann var, að sögn eigenda var þetta ekki burðarveggur sem var fjarlægður. 
Gallar
* Sprunga í rúðu í stofu. 
* Blæs inn um þéttikanta á opnanlegum fögum austanmegin. Verður vart við það í stormi. 
Guðný Ösp, lgf., s. 665-8909 og Torg fasteignasala kynnir mikið endurnýjaða fjögurra herbergja enda íbúð við Breiðvang 32 

Um er að ræða mjög bjarta og mikið endurnýjaða fjögurra herbergja íbúð á efstu hæð með einstaklega fallegu útsýni til suð-vesturs með sjávar- og fjallasýn m.a. á Keilir og Snæfellsjökul. Komið er inn í snyrtilega sameign og gengið upp þrjár hæðir(engin lyfta í húsinu) að aðalinngangi íbúðarinnar. Íbúðin var öll mikið endurnýjuð á síðasta ári, þ.e., gólfefni, hurðar, rafmagnstenglar, rofar og innstungur, baðherbergi með upphengdu salerni og fataskápar í hjónaherbergi. Eldhús var opnað og er nú bjartara og í betra flæði við stofu- og borðstofu, öll íbúðinn er nýlega máluð að innan og búið er að skipta um dyrasíma.  
Samkvæmt skráningaryfirliti frá HMS er eignin samtals skráð 114,6 m2 en þar af er geymslan 6,7 m2. Fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2025 er kr. 66.750.000,-

Nánari lýsing: 
Forstofa: parket á gólfi.
Hol: parket á gólfi, skv. grunnteikningu er mögulegt að hafa í því sjónvarp eða skrifstofu. 
Eldhús: parket á gólfi, uppgerð græn eldhúsinnrétting, með nýlegri borðplötu með nægu vinnuplássi og nýlegum eldhústækjum, ofn er staðsettur í þægilegri vinnuhæð.
Þvottahús: flot á gólfi, skolvaskur, hillur og borðpláss yfir þvottavél og þurrkara, gluggi með opnanlegu fagi.
Stofa-og borðstofa: parket á gólfi, frá borðstofu er útgengt út á svalir sem snúa í suð-vestur með fallegu útsýni í átt til sjávar og á Keilir og á Snæfellsjökul.
Herbergisgangur: parket á gólfi.
Hjónaherbergi: parket á gólfi og nýlegir fataskápar.
Baðherbergi: flísar á gólfi og veggjum, upphengt salerni, handklæðaofn og baðkar. Inn á baðherbergi er gluggi með opnanlegu fagi. 
Herbergi II: parket á gólfi.
Herbergi III: parket á gólfi.
Geymsla: staðsett í kjallara.
Sameiginleg hjóla-og vagnageymsla í sameign í kjallara. 

Eignin er staðsett í göngufæri við Engidalsskóla og leikskólann Álfaberg og þá er stutt í alla verslun og þjónustu. Um er að ræða fallega, bjarta og mikið endurnýjaða eign sem vert er að kynna sér vel. 

Að sögn eiganda hefur eftirfarandi viðhaldi/endurnýjun verið sinnt á síðasta ári: 
* Nýjar hurðar og gólfefni.
* Nýtt eldhús, gólfhiti, eldri eldhúsinnrétting uppgerð og ný eldhústæki, ásamt blöndunartæki.
* Baðherbergi endurnýjað, gólfhiti, upphengt salerni, haldklæðaofn, flísar, innrétting og baðkar.
* Allt nýtt í rafmagni(raflagnir, tenglar, rofar og innstungur) og lekaliða bætt við í töflu í þvottahúsi sem sparar sporin niður í kjallara ef slær út.
* Hiti í eldhúsgólfi og baðherbergi.
* Nýjir ofnar í stofu og svefnherbergi(fyrir utan í þvottahúsi og forstofuherb).  
* Þá var ruslageymsla í sameign nýlega yfirfarin og máluð.  

Nánari upplýsingar veitir: Guðný Ösp Ragnarsdóttir, lgf. s. 665-8909 eða gudny@fstorg.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:  Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.  Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá. 
Skoðunarskylda kaupanda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.  Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og  ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.  Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.  Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
13/04/202359.500.000 kr.54.400.000 kr.114.6 m2474.694 kr.
01/10/201835.150.000 kr.36.500.000 kr.114.6 m2318.499 kr.
21/07/201523.800.000 kr.25.700.000 kr.114.6 m2224.258 kr.
01/06/200618.170.000 kr.18.100.000 kr.114.6 m2157.940 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Breiðvangur 16
Skoða eignina Breiðvangur 16
Breiðvangur 16
220 Hafnarfjörður
118.2 m2
Fjölbýlishús
514
634 þ.kr./m2
74.900.000 kr.
Skoða eignina Miðvangur 8
Skoða eignina Miðvangur 8
Miðvangur 8
220 Hafnarfjörður
107.2 m2
Fjölbýlishús
414
651 þ.kr./m2
69.800.000 kr.
Skoða eignina Háholt 9
Skoða eignina Háholt 9
Háholt 9
220 Hafnarfjörður
114.1 m2
Fjölbýlishús
413
613 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Hjallabraut 9
Skoða eignina Hjallabraut 9
Hjallabraut 9
220 Hafnarfjörður
108.6 m2
Fjölbýlishús
413
644 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin