Fasteignaleitin
Skráð 18. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Rauðalækur 52

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
265.8 m2
9 Herb.
6 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
148.750.000 kr.
Brunabótamat
109.000.000 kr.
Mynd af Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1957
Þvottahús
Garður
Fasteignanúmer
2016767
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
ekki vitað
Raflagnir
ekki vitað
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
ekki vitað
Þak
ekki vitað
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
þrennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Seljandi hefur ekki búið í eigninni og hefur ekki upplýsingar um ástand hennar og eru kaupendur hvattir til að skoða eignina vel og fá til þess sérfræðing í húsaskoðun. 
Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu einstakt og spennandi tækifæri á Rauðalæk 52 í Laugardalnum. Um er að ræða 265,8 fm efri hæð og ris á þessum eftirsótta stað í Reykjavík, í göngufæri við Laugardalinn, Laugardalslaugina, verslanir og þjónustu. Hæðin og risið þarfnast endurbóta og búið er að gera ástandsskýrslu um það sem þarf að framkvæma utanhúss. Nýverið var skipt um þak á húsinu og hafa einhverjir gluggar verið endurnýjaðir. 

Hér er því einstakt tækifæri til að eignast mjög stóra íbúð á frábærum stað og um leið gera hana upp eftir sínu höfði.  

Samtals er íbúðin skráð 265,8 fm hjá HMS og er geymsla þar af 7,6 fm. 

Íbúðin er með sex til sjö svefnherbergjum, tveim til þrem stofum, þrennum svölum, eldhúsi, búri, tveim baðherbergjum, þvottahúsi og geymslu.

Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson, löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali með tölvupósti á kristjan@trausti.is

Nánari lýsing eignar:

Komið er inn um sérinngang og er stigi þaðan upp á hæðina þar sem komið er upp í stórt og rúmgott hol.
Á aðalhæðinni er eldhús með upprunalegri innréttingu og á milli borðstofu og eldhúss er lítið búr.
Stofa og borðstofa ásamt húsbóndaherbergi (merkt þannig á teikningu) snúa í suður og eru svalir út frá húsbóndaherbergi. Fallegur arinn er í dagstofunni og útgengt á svalir úr borðstofunni.
Á aðalhæðinni er eitt rúmgott herbergi við hliðina á eldhúsinu.
Á móti herberginu er stórt og rúmgott þvottahús
Við stigann upp á rishæðina er gestasnyrting.
Gengið er upp á rishæðina úr holi og þar eru fimm rúmgóð svefnherbergi ásamt baðherbergi
Gengið er út á stórar svalir úr einu herbergjanna.
Á rishæðinni er lítil geymsla við stigaopið niður á aðalhæðina. 
Yfir rishæðinni er háaloft sem hægt er að nýta. 
Í kjallara er sér geymsla sem er skráð 7,6 fm.
Hægt er að leggja tveim bílum við húsið að framanverðu. 

Hér er afar skemmtileg og einstök eign á ferðinni sem bíður upp á mikla möguleika. Sjaldgæft er að eignir á þessu svæði komi í sölu en enn sjaldgæfara að þær séu svona stórar og rúmgóðar. Búið er að gera ástandsmat á viðhaldsþörf utanhúss og er framkvæmdum við þak lokið skv. því en viðgerðir á steypu og steinun hússins eru eftir.

Viðgerðaþörf: Kominn er m.a. tími á gluggaviðgerð á hluta glugga. Rafmagn þarfnast skoðunar/viðgerða. Skipta þarf um öll gólfefni. Þörf er á frekari endurbótum. Væntanlegir kaupendur eru hvattir til að skoða eignina vel og fá til þess sérfræðing í húsaskoðun og ástandsmati.

Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson, löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali með tölvupósti á kristjan@trausti.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Snorrabraut 79
Skoða eignina Snorrabraut 79
Snorrabraut 79
105 Reykjavík
252.6 m2
Einbýlishús
9
732 þ.kr./m2
185.000.000 kr.
Skoða eignina Flókagata 54
Bílskúr
Skoða eignina Flókagata 54
Flókagata 54
105 Reykjavík
208.7 m2
Fjölbýlishús
514
876 þ.kr./m2
182.900.000 kr.
Skoða eignina Laugaborg íbúð 301
Bílastæði
Laugaborg íbúð 301
105 Reykjavík
252.4 m2
Fjölbýlishús
322
614 þ.kr./m2
155.000.000 kr.
Skoða eignina Laugarnesvegur 47
Bílskúr
Laugarnesvegur 47
105 Reykjavík
292.5 m2
Einbýlishús
957
752 þ.kr./m2
219.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin