Fasteignaleitin
Skráð 26. apríl 2024
Deila eign
Deila

Ólafsvegur 23

FjölbýlishúsNorðurland/Ólafsfjörður-625
175.7 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
39.900.000 kr.
Fermetraverð
227.092 kr./m2
Fasteignamat
28.250.000 kr.
Brunabótamat
70.900.000 kr.
AE
Arndís Erla Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1971
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2154258
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
ágætt
Raflagnir
ágætt
Frárennslislagnir
ekki vitað
Gluggar / Gler
ágætt
Þak
ágætt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
nei
Upphitun
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Unnið hefur verið að því að mála og gera við eignina að utan en vart hefur verið við raka inni að einhverju leyti. Ekki er um miklar skemmdir að ræða. Gluggar eignarinnar eru í misjöfnu ástandi en sumir þarfnast lagfæringa og móða er í sumu gleri. Úti hurðar eignarinnar þyrfti að lagfæra að einhverju lagi. 
Fasteignamiðlun kynnir eignina Ólafsvegur 23, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-02, fastanúmer 215-4258 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Ólafsvegur 23 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4258, birt stærð 175.7 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is


Um er að ræða eign í tvíbýli með sérinngang og bílskúr. Eignin samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, borðstofu, baðherbergi, fjórum svefnherbergjum og þvottahúsi. Anddyri er flísalagt með ljósum flísum og stórum fataskáp. Eldhús var endurnýjað í kringum 2008 og er með dökkum innréttingum efri og neðri skápum og dökkri borðplötu. Flísalagt er með gráum flísum á milli skápa og dökkar flísar á gólfi. Eldhúsið er rúmgott með skápum upp í loft, plássi fyrir tvöfaldan ísskáp, helluborði, bakstursofn inni í innréttingu og vask. Einnig er gott pláss fyrir borðkrók. Svefnherbergi var útbúið út frá eldhúsi með parketi á gólfi. Stofa og borðstofa liggja saman með parketi á gólfi. Settur var léttur veggur á milli svæðanna en einnig var stofan minnkuð sem samsvarar stærð herbergsins með léttum vegg. Útgangur er úr stofu út á steyptan pall út í lítin garð aftan við eignina. Þvottahús er flísalagt með ljósum flísum á gólfi, innréttingu og vask. Búr er inn af þvottahúsi með hillum og dúk á gólfi. Gluggi og opnanlegt fag er í búri. Sérútgangur er úr þvottahúsi út á bílaplan efri hæðar og út að sorptunnum. Svefnherbergi eignarinnar eru fjögur og misstór með parketi á gólfi. Stór og rúmgóður fataskápur er í hjónaherbergi. Baðherbergi hefur einnig verið endurnýjað. Ljósar flísar eru á veggjum og gráar flísar á gólfi. Upphengt klósett, baðkar með sturtu og sturtugleri og dökk innrétting með vask og stórum spegli, hiti er í gólfi og skipt hefur verið um vatnslagnir. Bílskúr eignarinnar var byggður eftir á en hann er steinsteyptur með steyptu gólfi og gólfhita. Fínar innréttingar eru inni í bílskúr með vask. Ný rafdrifin hurð sem sett var upp í sumar og ráphurð á hlið út í garð. Gott pláss er fyrir bílastæði.  

Unnið hefur verið að lagfæringu á eigninni að utan, s.s. málingarvinna og sprunguvinna. 

Ljósleiðari er kominn inn í hús en eftir er að ganga frá og tengja. 

Anddyri: flísalagt með ljósum flísum og stórum fataskápum. Hitaveituofn er á vegg. 
Eldhús: var uppgert í kringum 2008 með nýjum innréttingum, helluborði, ofn, vask og blöndunartækjum. Flísar eru á gólfi og á milli efri og neðri skápa. Mikið gluggapláss og því frábært útsýni. 
Baðherbergi: var einnig uppgert í kringum 2009 og settar flísar á veggi og gólf. Innrétting með vask og stórum spegli og baðkar með sturtu blöndunartækjum og sturtugleri. Klósett er upphengt. 
Svefnherbergi: eru fjögur en bætt var við herbergi inn af eldhúsi með léttum veggjum. Öll eru þau með parketi á gólfi og hjónaherbergi með stórum og rúmgóðum fataskáp. 
Stofa/borðstofa: liggja saman og eru með parketi á gólfi Mikið gluggarými er í stofu hún er því björt og með góðu útsýni. Gengið er út í garð út stofu. 
Þvottahús: er flísalagt með góðu skápa- og borðplássi. Vaskur er í borðplötu. Útgengt er út úr þvottahúsi. Búr er inn af þvottahúsi með góðu hilluplássi og opnanlegum glugga. 
Garður: er bæði að aftan og framan gróin með grasi og trjám. 
Bílskúr: er steyptur með steyptu gólfi og gólfhita. Innréttingar eru mjög rúmgóðar og nýrri rafdrifinni hurð.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Fasteignamiðlun ehf. - Grandagarður 5 - 101 Reykjavík - Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/08/201917.800.000 kr.23.000.000 kr.175.7 m2130.904 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1995
39.2 m2
Fasteignanúmer
2154258
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hólavegur 23
Skoða eignina Hólavegur 23
Hólavegur 23
580 Siglufjörður
124.7 m2
Einbýlishús
514
320 þ.kr./m2
39.900.000 kr.
Skoða eignina Sólvallagata 1, Hrísey
Bílskúr
Sólvallagata 1, Hrísey
630 Hrísey
179.7 m2
Einbýlishús
514
228 þ.kr./m2
41.000.000 kr.
Skoða eignina Fjarðarvegur 3
Skoða eignina Fjarðarvegur 3
Fjarðarvegur 3
680 Þórshöfn
134.8 m2
Fjölbýlishús
524
289 þ.kr./m2
39.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache