Fasteignaleitin
Opið hús:14. des. kl 16:00-16:30
Skráð 12. des. 2025
Deila eign
Deila

Hjallabraut 33

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Hafnarfjörður-220
81.9 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
66.900.000 kr.
Fermetraverð
816.850 kr./m2
Fasteignamat
52.100.000 kr.
Brunabótamat
45.800.000 kr.
Mynd af Berglind Hólm Birgisdóttir
Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1989
Þvottahús
Geymsla 8.5m2
Lyfta
Garður
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2075567
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
2
Númer íbúðar
9
Vatnslagnir
sagt í lagi
Raflagnir
sagt í lagi
Frárennslislagnir
sagt í lagi
Gluggar / Gler
i lagi, nýr gluggi í stofu.
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
skjólgóðar svalir
Upphitun
ofnakerfi
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Skemdir í parketi við stofuglugga. 
Berglind Hólm lgfs og REY/MAX kynna: Falleg og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á 2.hæð í þessu góða þjónustuhúsi fyrir 60 ára + íbúa. Glæsilegt útsýni er frá íbúðinni út eftir sjarmerandi sameiginlegum garði og út yfir fjallahringinn. Garðurinn er með fallegu hrauni, stórum grenitrjám og skemmtilegum svæðum til útiveru. Í Hjallabraut 33 er ýmiskonar þjónusta í boði fyrir íbúa, sem dæmi: Hárgreiðslustofa, snyrtistofa, handavinnuherbergi, gestaherbergi og poolborð svo fátt eitt sé nefnt. Íbúar geta keypt mat í hádeginu alla virka daga og einnig er hægt að panta mat um helgar sérstaklega. Matvöruverslun og ýmis þjónusta er í göngufæri frá húsinu.
Eignin er skráð hjá Fasteignaskrá ríkisins 73,4 m2 en þar að auki er sérgeymsla í sameign 8,5 m2 og því er heildar stærð eignar 81,9 m2 með réttu.
Á árunum 2023-2024 var skipta um þakjárn, rennur endurnýjaðar, múrviðgerðir og málaðir steyptir fletir hússins ásamt því að endurnýjaðir voru þeir gluggar sem þörf var á í húsinu. Húsið er að mestum hluta klætt að utan og því viðhaldslétt. Búið er að tengja ljósleiðara inn í íbúðina. 
 
Allar helstu upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
 
Nánari lýsing húss og íbúðar:

Komið er inn í anddyri með sjálfvirkum opnara á hurðum og nýlegu mynddyrasímakerfi sem tengt er upp í íbúðirnar. Lyfta gengur að öllum hæðum hússins en ef íbúðar kjósa að taka stigann þá er aðeins gengið upp eina hæð að íbúðinni. Íbúðin snýr sérlega skemmtilega þar sem allir gluggar hennar snúa út í áttina að sameiginlegum garði hússins sem er sérlega fallegur og vel hirtur.
Íbúð:
Forstofa: Komið er inn í forstofuhol með parketi á gólfi og góðum fjórföldum fataskáp.
Hol: Þegar gengið er inn í íbúðina er komið inn í hol með parketi á gólfi og góðum glugga sem leiðir að alrýminu (eldhús, borðstofa og setustofa).
Eldhús: Eldhúsið er með fallegri endurnýjaðri innréttingu með góðu skápaplássi. Innréttingin er hvít með efri og neðri skápum á einn heilan vegg, veggja á milli. Efri skápar ná upp í loft. Ljósgráar flísar eru á milli skápa, bakaraofn er í vinnuhæð og tengi er fyrir uppþvottavél. Lítið skot er í enda eldhússins sem hægt er að nýta til dæmis sem horn fyrir skrifborð og tölvu (má sjá á síðustu myndum í myndabunka).
Borðstofa + setustofa: Borðstofa og setustofa eru saman í góðu opnu rými fyrir framan eldhúsið. Parket er á gólfi. Stór gluggi er í stofunni sem nær niður í gólf. Glugginn var endurnýjaður í heild sinni fyrir rétt um 1-2 árum. Glæsilegt útsýni er frá stofunni út í garðinn við húsið og alla leið að fjallahringnum í austur. Gengið er út á svalir frá setustofunni sem er inndregnar inn í húsið og því sérlega skjólgóðar í fallegu veðri.
Svefnherbergi: Svefnherbergið er mjög rúmgott með parketi á gólfi og stórum sexföldum fataskáp sem nær upp í loft og veggja á milli. Gluggar eru í tvær áttir á herberginu, einn sem snýr í átt að garðinum og annar sem snýr að svölunum.
Baðherbergi + þvottaaðstaða: Baðherbergið er rúmgott og var töluvert endurnýjað fyrir nokkrum árum. Fallegar gráar flísar eru á gólfi og upp á vegg við sturtuna. Á öðrum veggjum eru ljósar flísar sem ná upp í loft. Sturtan er beint á gólf með góðu glerskilrúmi. Hvít innrétting er undir vaski og handklæðaskápur á vegg á móts við sturtuna. Salernið er upphengt og vatnskassi flísalagður. Í horni er tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Góð vinnuaðstaða.
Geymsla: Í sameign er sérgeymsla sem fylgir íbúðinni sem skráð er 8,5 m2 samkvæmt eignaskiptasamningi.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@remax.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/02/201316.400.000 kr.24.500.000 kr.73.4 m2333.787 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
8.5 m2
Fasteignanúmer
2075567

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Dvergholt 25
Skoða eignina Dvergholt 25
Dvergholt 25
220 Hafnarfjörður
93.1 m2
Fjölbýlishús
312
751 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Strandgata 31
Skoða eignina Strandgata 31
Strandgata 31
220 Hafnarfjörður
85 m2
Fjölbýlishús
312
822 þ.kr./m2
69.900.000 kr.
Skoða eignina Hringbraut 57
3D Sýn
Skoða eignina Hringbraut 57
Hringbraut 57
220 Hafnarfjörður
84.9 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
211
800 þ.kr./m2
67.900.000 kr.
Skoða eignina Álfaskeið 76
Skoða eignina Álfaskeið 76
Álfaskeið 76
220 Hafnarfjörður
90.7 m2
Fjölbýlishús
312
738 þ.kr./m2
66.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin