Fasteignaleitin
Skráð 12. maí 2024
Deila eign
Deila

Kórsalir 1

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
291.3 m2
8 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
159.900.000 kr.
Fermetraverð
548.919 kr./m2
Fasteignamat
161.850.000 kr.
Brunabótamat
156.430.000 kr.
Mynd af Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Guðlaugur Jónas Guðlaugsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2001
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Fasteignanúmer
2249681
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
6
Hæðir í húsi
6
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
2
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Þak og þakkantur málað 2021, lofttúður endurnýjaðar og skipt um þakjárn þar í kring
Svalir
4 svalir, þar af stórar yfirbyggðar þaksvalir
Upphitun
Hefðbundið ofnakerfi
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fyrirhugaðar framkvæmdir
Skv. yfirlýsingu húsfélags dagsett þann 15.4.2024, þá kemur fram að fyrirhugað er að skipta út ljósum í bílageymslu. Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að kostnaði að fjárhæð 130.000 kr. auk kostnaðar við uppsetningu. 
Guðlaugur J. Guðlaugsson og Gunnar Sverrir löggiltir fasteignasalar hjá RE/MAX fasteignasölu kynna í einkasölu:

Vönduð og flott 291,3 fm. átta herbergja íbúð á tveimur efstu hæðum, þ.e. á sjöttu og sjöundu hæð við Kórsalir 1, 201 Kópavogi. 

Einstaklega flott útsýni frá íbúðinni í til sjávar, yfir borgina og til fjalla og víðar. Íbúðin er í húsi sem er á einum hæsta punkti Kópavogs og útsýnið úr íbúðinni eins og það gerist best. 

Tvö bílastæði í bílakjallara, fimm svefnherbergi, þar af ein hjónasvíta, þrjár stofur, þrjú baðherbergi, sér þvottahús, fjórar svalir og þar af eru stórar yfirbyggðar suður svalir með svalaskjóli, heitum potti og einstaklega miklu og flottu útsýni.

Allar innréttingar eru að mestu sérsmíði, háar og vandaðar hurðir í allri íbúðinni. Á gólfunum er gegnheilt parket og granít flísar. Innfelld led ljós í lofti. Innfelld Vola tæki á baðherbergjum. Hátt er til lofts víða í íbúðinni. 

Smelltu á link til að skoða íbúð í 3-D

Bókið skoðun hjá Gulla í síma 661 6056 eða með tölvupósti á netfangið gulli@remax.is


Nánari lýsing: Komið er inn í forstofu á 6. hæð með flísum og parketi á gólfi. Mikið og gott skápapláss. Tvö mjög rúmgóð herbergi þar á móti, annað þeirra með fataskáp, hitt herbergi notað sem skrifstofa. Þvottahús þar á móti með innréttingu og flísum á gólfi. Eldhús er með gott vinnu- og borðpláss, eyju, ofnum í vinnuhæð, tvöföldum ísskáp, helluborði og háfi ásamt borðkrók. Granít í borðplötum. Stór og rúmgóð stofa með útgengi út á á suður svalir. Baðherbergi I er með flísum á bæði gólfi og á veggjum. Baðkar og sér sturta, innfelld tæki og góð innrétting með tvær handlaugar, stóran spegil og gott skápapláss. Upphengt salerni og handklæðaskápa. Þar við hlið er þriðja svefnherbergið og líka fjórða svefnherbergið sem er stór og glæsileg hjónasvíta með útgengi út á sér svalir, sér fataherbergi og sér baðherbergi með sturtu með innfelldum tækjum, upphengdu salerni og handlaug með innréttingu og spegli. Stór og góð borðstofa/sjónvarpsstofa með hátt til lofts, innbyggðar hillur og steyptur flottur parketlagður stigi er upp á efri hæð/ 7. hæð. Á efri hæð er mjög rúmgóð og björt arinnstofa með sérsmíðum bar og útgengi út á stórar yfirbyggðar suður svalir með glæsilegt útsýni og heitum potti. Auk þess eru minni svalir sem snúa í vestur. Á hæðinni er líka fimmta svefnherbergið, það er rúmgott með innbyggðum fataskáp. Þar á móti er svo þriðja baðherbergið, sturta með innbyggðum tækjum, upphengt salerni, handlaug og baðskápur.

Frábær, vönduð og stór útsýnisíbúð á þessum eftirsótta og fjölskylduvæna stað í Salahverfi Kópavogs þar sem stutt er í skóla, leikskóla og alla þjónustu.

Allar nánari upplýsingar gefur: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli í sima 661-6056 eða gulli@remax.is, löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
12/04/201675.550.000 kr.76.500.000 kr.291.3 m2262.615 kr.
25/05/201150.100.000 kr.64.000.000 kr.291.3 m2219.704 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2001
Fasteignanúmer
2249681
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B0
Númer eignar
2
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
4.890.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Byggt 2001
Fasteignanúmer
2249681
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B0
Númer eignar
3
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
4.890.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Fjallalind 129
Bílskúr
Skoða eignina Fjallalind 129
Fjallalind 129
201 Kópavogur
294.5 m2
Einbýlishús
655
506 þ.kr./m2
149.000.000 kr.
Skoða eignina Sæbólsbraut 5
Skoða eignina Sæbólsbraut 5
Sæbólsbraut 5
200 Kópavogur
242.8 m2
Raðhús
624
659 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Andarhvarf 6
Bílskúr
Skoða eignina Andarhvarf 6
Andarhvarf 6
203 Kópavogur
247.4 m2
Parhús
624
662 þ.kr./m2
163.900.000 kr.
Skoða eignina Helgubraut 10
Bílskúr
Skoða eignina Helgubraut 10
Helgubraut 10
200 Kópavogur
274.9 m2
Einbýlishús
826
527 þ.kr./m2
144.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache