Fasteignaleitin
Skráð 18. apríl 2024
Deila eign
Deila

Kleifakór 17

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-203
255.6 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
175.000.000 kr.
Fermetraverð
684.664 kr./m2
Fasteignamat
167.450.000 kr.
Brunabótamat
134.250.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2006
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2274888_2
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Frá því að húsið var byggt
Raflagnir
Frá því að húsið var byggt
Frárennslislagnir
Frá því að húsið var byggt
Gluggar / Gler
Frá því að húsið var byggt
Þak
Frá því að húsið var byggt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Kleifakór 17 Kópavogi - Bókið skoðun!

Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallegt 6-7 herbergja 255,6 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum með fallegu útsýni til fjalla. Eignin skiptist í 220,3 fermetra íbúðarfermetra og 35,3 fermetra bílskúr, samtals 255,6 fermetrar að stærð. Um er að ræða vel staðsett hús á 810 fermetra útsýnislóð í lokaðri og barnvænni götu við Kleifakór 17 í Kópavogi. Stórar svalir til suðvesturs með fallegu útsýni sem snúa inn í bakgarð hússins. Útgengi úr sjónvarps/fjölskyldurými á neðri hæð á hellulagða verönd til suðvesturs. Gólfhiti er í öllu húsinu og innfelld lýsing í flestum rýmum. Í dag eru fjögur svefnherbergi í húsinu en auðvelt að bæta við fimmta svefnherberginu eins og teikningar gera ráð fyrir.

Aðalhæðin er vel skipulögð og björt með rúmgóðum alrýmum og útgengi á stórar svalir til suðvesturs. Tvær samliggjandi stofur með aukinni lofthæð (setustofa og borðstofa) eru á aðalhæðinni sem eru opnar við eldhús. Eldhús með eyju og aukinni lofthæð. rúmgóð forstofa þar sem inngengt er í bílskúr. Svefnherbergi á efri hæð er staðsett nálægt forstofu og gestasnyrting með glugga. Stigi er frá aðalhæð og niður á neðri hæð með glerhandriði. Bílskúr er 35,3 fermetrar og mjög snyrtilegur með flísum á bílskúrsgólfi og aukinni lofthæð.

Neðri hæðin er einnig vel skipulögð með rúmgóðu fjölskyldurými með útgengi í bakgarð. Stórt hjónaherbergi með fataherbergi, baðherbergi, tvö svefnherbergi sem eru bæði rúmgóð (annað mjög stórt og er teiknað sem tvö barnaherbergi - einfalt að breyta í tvö svefnherbergi), stórt þvottaherbergo og rúmgóð geymsla þar inn af.

Lóðin er 810,0 fermetrar að stærð. Tyrfður garður til suðvesturs og norðvesturs. Lóðin er stór og bíður upp á að gera stóra verönd frá til suðvesturs. Norðan megin við hús er afar falleg steypt stétt (mynstursteypa) að húsi og bílskúr og rými fyrir 4-5 bifreiðar. Nýlegur geymsluskúr með glugga með möguleika að tengja rafmagn og koma heitu/köldu vatni fyrir.


Nánari lýsing:
Aðalhæð.

Forstofa: Með flísum á gólfi og skápum. Aukin lofthæð.
Gestasnyrting: Með flísum á gólfi, upphengdu salerni, innrétting við vask og glugga.
Svefnherbergi I: Er staðsett við nálægt forstofu. Flísar á gólfi og glugga til norðvesturs og norðausturs.
Setustofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi og stórum gluggum til suðvesturs og suðausturs. Aukin lofthæð 
Borðstofa: Er rúmgóð með flísum á gólfi og stórum gluggum til suðvesturs og norðvesturs. Borðstofa er opin við setustofu og eldhús með aukinni lofthæð. Útgengi á svalir frá borðstofu.
Svalir: Eru stórar með glerhandriði að hluta og snúa til suðvesturs. Fallegt útsýni til fjalla.
Eldhús: Með flísum á gólfi og aukinni lofthæð. Falleg hvít eldhúsinnrétting með eyju og graníti á borðum. Stál háfur, stál AEG bakaraofn og spansuðuhelluborð. Tengi fyrir uppþvottavél og stæði fyrir amerískan kæliskáp. 

Neðri hæð. Gengið niður fallegan stiga með flísum og glerhandriði.
Fjölskyldurými/sjónvarpsstofa: Með parketi á gólfi og gluggum til suðvesturs. Útgengi í bakgarð hússins.
Hjónaherbergi/Svefnherbergi II: Er stórt með parketi á gólfi og gluggum til norðausturs. Inngengt í fataherbergi frá hjónaherbergi.
Fataherbergi: Með parketi á gólfi og innréttingum.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Baðkar með innbyggðum sturtutækjum. Rúmgóð flísalögð sturta með innbyggðum sturtutækjum og glerþili/glerhurð. Upphengt salerni og stór innrétting við vask með speglaskáp fyrir ofan.
Þvottaherbergi: Er rúmgott með flísum á gólfi. Góð innrétting með vask og skápaplássi.
Geymsla: Er staðsett inn af þvottaherbergi. Rúmgóð með flísum á gólfi.
Svefnherbergi III: Er mjög stórt með parketi á gólfi og skápum. Er teiknað sem tvö svefnherbergi og lítið mál að breyta því eins og teikningar gera ráð fyrir. Gluggar til suðausturs.
Svefnherbergi IV: Er rúmgott með parketi á gólfi, skápum og glugga til norðvesturs.

Bílskúr: Er stór, eða 35,3 fermetrar að stærð. Flísar á gólfi og gólfhiti eins og í öðrum rýmum hússins. Gluggar til suðausturs og aukin lofthæð. Inngangshurð að framlóð. Innan bílskúrs er forhitari fyrir húsið og gólfhitakerfi. Vaskur og heitt/kalt vatn.
Útigeymsla: Er rúmgóð með glugga þar sem gert er ráð fyrir að tengja rafmagn ásamt heitu/köldu vatni.

Frábært staðsetning í næsta nágrenni við grunnskóla, Kórinn íþróttasvæði og verslun og þjónustu. Stutt í útivistarparadís með glæsilegum göngu- og hjólaleiðum sem liggja m.a. að Elliðavatni og inn í Heiðmörk. Stutt er í helstu stofnæðar frá hverfinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
06/09/201772.150.000 kr.88.000.000 kr.255.6 m2344.287 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2006
35.3 m2
Fasteignanúmer
2274888
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
02
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.500.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Andarhvarf 6
Bílskúr
Skoða eignina Andarhvarf 6
Andarhvarf 6
203 Kópavogur
247.4 m2
Parhús
624
662 þ.kr./m2
163.900.000 kr.
Skoða eignina Fjallakór 10
Bílskúr
Skoða eignina Fjallakór 10
Fjallakór 10
203 Kópavogur
234.4 m2
Einbýlishús
624
725 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Kórsalir 1
3D Sýn
Bílastæði
Skoða eignina Kórsalir 1
Kórsalir 1
201 Kópavogur
291.3 m2
Fjölbýlishús
835
549 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Skoða eignina Sæbólsbraut 5
Skoða eignina Sæbólsbraut 5
Sæbólsbraut 5
200 Kópavogur
242.8 m2
Raðhús
624
659 þ.kr./m2
159.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache