Jón G. Sandholt kynnir til sölu/leigu Krókháls 6, 110 Reykjavík, samtals
1.053 m² á þriðju og efstu hæð, góð aðkoma inn í rýmið af bílaplani 3.hæðar, einnig hægt að ganga upp stigahús af jarðhæð.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Sandholt, löggiltur fasteignasali, í síma 777-2288 eða jon@helgafellfasteignasala.isKrókháls 6 - Skrifstofur og Atvinnuhúsnæði.Eign: Krókháls 6, 3. hæð
Stærð: 1.053,2 m²
Tegund: Skrifstofur / atvinnuhúsnæði
Laust: Hluti í útleigu.
Eignarhluti: 0301, F:2510697
Engin virðisaukaskattskvöðLýsing eignarKrókháls 6 er glæsilegt og fjölhæft atvinnurými með mikilli lofthæð, góðu útsýni og sveigjanlegri nýtingu.
Aðgengi er bæði frá stigahúsi Krókhálsmegin og beint inn af bílastæði þriðju hæðar Lynghálsmegin.
Rýmið skiptist í fjölmargar skrifstofur af mismunandi stærðum (10–32 m²), þrjú baðherbergi (þar af eitt með hjólastólaaðgengi) og sturtuaðstöðu.
Á hæðinni er sameiginlegt eldhús / matsalssvæði, tæplega 60 m², með stórum gluggum, góðu borðplássi og möguleika á að nýta sem fundaraðstöðu eða kaffistofu fyrir starfsfólk.
Á suðurhluta hæðarinnar er um 340 m² rými sem nýtist vel sem
lager eða stúdíó(ekki í útleigu, rauðmerkt á teikningu), með aðkomu Lynghálsmegin.
Upplýsingar úr eignaskiptasamningiEignin tilheyrir í sameign hlutföllum í húsi, lóð og orku samkvæmt eftirfarandi:
- Hlutfallstala í mats- og lóðarhluta: 26,09 %
- Hlutfallstala í rekstri sameiginlegra lóða K6 og L5: 15,57 %
Samkvæmt lóðarleigusamningi nær lóðin að Krókhálsi 6 yfir
4.118 m² og er sameiginleg með lóð Lynghálsi 5.
AnnaðHúsnæðið hentar einstaklega vel fyrir skrifstofur, þjónustu, skapandi starfsemi eða blandaða notkun.
Mikil lofthæð, stórir gluggar og sveigjanleg skipting gera rýmið fjölbreytt og bjart.
Hluti húsnæðisins er í útleigu í dag en losnar fljótlega.