
Heima fasteignasala kynnir Breiðvangur 11, Hafnarfjörður 220.
Mjög rúmgóð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð ásamt sér 4ra herbergja aukaíbúð í kjallara – Birt stærð er 231,3 fm.
Einstaklega vel staðsett og fjölhæf eign í grónu hverfi í Hafnarfirði. Um er að ræða íbúð á fyrstu hæð ásamt fullbúinni aukaíbúð í kjallara sem hentar afar vel til útleigu, fjölskyldubúsetu eða sem sameiginleg eign fyrir stóra fjölskyldu. Möguleiki er á að opna á milli íbúðanna og nýta eignina sem eina heild.
Nánari upplýsingar veitir: Aron M. Smárason lgf í síma 5832001 eða aron@heimaf.is.
Á sölusíðu eignarinnar færðu með rafrænum skilríkjum aðgang að söluyfirliti íbúðar og öðrum skjölum er varða eignina og getur jafnvel gert tilboð í íbúðina beint.
Íbúð á fyrstu hæð – 112,2 fm
Forstofa:
Flísalögð forstofa með góðum fataskápum með spegilhurðum.
Stofa / borðstofa:
Rúmgóð og björt stofa með harðparketi á gólfum. Útgengt er á svalir.
Eldhús:
Eldhús með viðarinnréttingu sem hefur verið tekið í gegn. Gólf og borðplata slípuð og innrétting filmuð árið 2025. Pláss fyrir uppþvottavél og stór borðkrókur. Parket á gólfi.
Þvottahús / búr:
Inngengt úr eldhúsi. Gott geymslu- og vinnupláss.
Baðherbergi:
Endurnýjað árið 2018. Flísalagt í hólf og gólf með fallegum gráum flísum, upphengt salerni, ljós viðarinnrétting og baðkar með sturtuaðstöðu.
Svefnherbergi:
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart, harðparket á gólfi, nýir fataskápar (2025) og útgengt á svalir.
Tvö barnaherbergi: Annað minna og hitt rúmgott, bæði með harðparketi.
Aukaherbergi:
Úr holi er stigi niður í herbergi í kjallara sem hentar vel sem svefnherbergi, sjónvarpsherbergi eða skrifstofa. Stiginn leiðir niður í aukaíbúð og hægt er að opna á milli.
Aukaíbúð í kjallara – 119,1 fm
Fullbúin og rúmgóð 4ra herbergja íbúð sem hentar afar vel til útleigu.
Forstofa:
Með fatahengi, parket á gólfi.
Svefnherbergi:
Þrjú rúmgóð svefnherbergi, öll af góðri stærð.
Eldhús / stofa:
Eldhús með ljósri viðarinnréttingu (sett upp 2014), eldavél, ofni og viftu. Opið rými með plássi fyrir borðstofuborð og stóran sófa.
Baðherbergi:
Einfalt og snyrtilegt, með flísalagðri sturtu og plássi fyrir þvottavél og þurrkara.
Auðvelt er að bæta við hleðslustöðvum á sér heimtaug á bílastæði.
Framkvæmdir og viðhald.
Á húsinu og lóð:
2013: Þakjárn, þakrennur og niðurfallsrör endurnýjuð
2015–2016: Gluggar endurnýjaðir að hluta, drenlögn, einangrun og þétting útveggja
2018: Álklæðning og einangrun á hluta norðurhliðar, gluggar á jarðhæð endurnýjaðir
2019: Allir gluggar á norður- og austurhlið endurnýjaðir, múrviðgerðir og málun
2021: Allar hliðar hafa verið klæddar fyrir utan suðurhlið, allir gluggar endurnýjaðir og svalir endursteyptar
2023: Fimm ný bílastæði og fjórar hleðslustöðvar settar upp á sér heimtaug
2023: Nýr mynddyrasími
2024: Nýtt ruslatunnuskýli fyrir flokkun sett upp
Í íbúð á efri hæð:
2014: Forstofa flísalögð og nýtt harðparket lagt á megnið af íbúð
2018: Baðherbergi endurnýjað
2021: Skipt um svalahurðir
2025: Nýir fataskápar í hjónaherbergi og eldhús tekið í gegn
Í íbúð í kjallara:
2014: Eldhús sett upp
2016: Parket endurnýjað að hluta
Samantekt
Mjög vel við haldin og fjölhæf eign með mikla möguleika. Aukaíbúð býður upp á góðar leigutekjur eða sveigjanlega nýtingu. Fjölmargar og stórar framkvæmdir hafa verið gerðar bæði á húsinu og í íbúðum síðustu ár.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 07/11/2018 | 55.200.000 kr. | 34.750.000 kr. | 231.3 m2 | 150.237 kr. | Nei |
| 06/05/2014 | 35.900.000 kr. | 37.900.000 kr. | 231.3 m2 | 163.856 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
220 | 177 | 129,8 | ||
220 | 220 | 119,9 | ||
220 | 220 | 119,9 | ||
221 | 209 | 129,9 |