Fasteignaleitin
Skráð 28. feb. 2025
Deila eign
Deila

Árhvammur

Jörð/LóðNorðurland/Húsavík-641
105000 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
556.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2163537
Húsgerð
Jörð/Lóð
Kvöð / kvaðir
Skv. jarðalögum nr 81/2004 um sameignarrétt jarða á Íslandi eiga sameigendur forkaupsrétt að jörðinni.
Jörðin var áður ríkisjörð og í kaupsamningi frá árinu 2016, á Ríkissjóður Íslands forkauprétt að jörðinni ásamt því að gagnkvæmur forkaupsréttur allra eigenda er tekinn fram í samningnum.
Einnig er í gildi forkaupréttur ríkisins skv. 5. mgr. 37.gr laga nr. 60/2013 um Náttúruvernd og skv. sérlögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Láxár í Suður- Þingeyjarsýslu.
Í gildi er samningur við Landgræðslu ríkisins frá árinu 1999, um uppgræðslu Hólasands, gildistími 30 ár.
 
Eignaver  460-6060

Til sölu helmings hlutur í jörðinni Árhvammi í Laxárdal, Suður- þingeyjarsýslu, 641 Húsavík, F216-3537.
Um er að ræða 50% af landareign Árhvamms í Laxárdal ásamt hlunnindum sem eignarhlutanum fylgir svo sem veiðirétti í Laxá í Laxárdal og Kringluvatni. Jörðin er í óskiptri sameign.


Jörðin Árhvammur var stofnuð árið 1939 á hálfu landi jarðarinnar Kasthvamms. Beitiland er enn í dag óskipt með Kasthvammsjörðinni en ræktað land er skipt og er það skráð 10,5 hektarar. Heildarstærð hins óskipta heiðarlands er talið vera um 25 ferkílómetrar, einnig eiga jarðirnar sjö hólma í Laxá (heimild, Byggðir og Bú 1985).  Jörðin á veiðirétt í hinni margrómuðu Laxá í Laxárdal,  þar er góð silungsveiði en veiðifélag er um stangveðina á svæðinu, Veiðifélag Laxár og Krákár.
Einnig á Árhvammur helmings veðirétt í Kringluvatni sem stendur ofan við bæina, Kasthvamm og Árhvamm, en þar er nokkur silungsveiði, mest í net.
Laxárdalur er þekktur fyrir einstaka náttúrufegurð og fallegt umhverfi og er hér tækifæri til að eignast land með eignarhluta í einni fallegustu silungveðiá landsins.
Engin mannvirki fylgja þeim eignarhluta sem um ræðir.


Nánari upplýsingar veitir Bergþóra Höskuldsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 8450671, tölvupóstur begga@eignaver.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
105000 m2
Fasteignanúmer
2163537
Húsmat
1.310.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.310.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2163537
Húsmat
1.745.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
1.745.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Fasteignanúmer
2163537
Húsmat
3.300.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
3.300.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Eignaver fasteignasala ehf
http://www.eignaver.is
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin