Fasteignaleitin
Skráð 17. feb. 2025
Deila eign
Deila

Brautarholtsvegur 29

Jörð/LóðHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Kjalarnes-116
6069 m2
Verð
Tilboð
Fasteignamat
6.700.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Árni Helgason
Árni Helgason
Löggiltur Fasteignasali
Fasteignanúmer
2533175
Húsgerð
Jörð/Lóð
Matsstig
0 - Úthlutað
***DOMUSNOVA KYNNIR * BYGGINGALÓÐ FYRIR ÞRJÚ FJÖLBÝLISHÚS TIL SÖLU***
Fyrirliggjandi er samþykki Reykjavíkurborgar fyrir uppbyggingu þriggja fjölbýlishúsa á lóðinni samtals 3890fm. með 47 íbúðum á 2-3 hæðum.  
Nýtt deiliskipulag á svæðinu var unnið í samvinnu við Reykjavíkurborg og er hluti af nýrri uppbyggingu á Kjalarnesi.

Heiti fjölbýlishúsanna verður Brautarholtsvegur 27 og 29 og Jörfagrund 68.  Aðkoma að húsunum verður annars vegar frá Brautarholtsvegi og hins vegar frá Jörfagrund.  
Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að Brautarholtsvegur verði skilgreindur sem tengivegur og framlengdur til vesturs og þjóni nýju Grundarhverfi.
Heimilt er að reisa fjölbýlishús á tveimur til þremur hæðum ásamt kjallara.  Þakform skal annaðhvort vera flatt eða einhalla.
Bílastæði eru ofanjarðar
Gatnagerðargjöld reiknast skv. gjaldskrá og eru á gjalddaga við samþykkt bygginganefndarteikninga.
Gjald vegna innviða og byggingarréttar er kr. 4.500,- fyrir hvern fermetra ofanjarðar á lóðinni.
Varðandi frekari skilmála vísast í fylgigögn og gildandi deiliskipulag.
Félagsbústaðir hafa kauprétt að 5% íbúða í húsum á lóðinni á fyrirfram ákveðnu fermetraverði m.v. byggingavísitölu septembermánaðar 2021 (157,2) uppreiknað til dagsins í dag.
Í samræmi við áform Reykjavíkurborgar um félagslega blöndun verður sú kvöð á lóðunum að 20% íbúða skulu vera leiguíbúðir, stúdentaíbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða.  Íbúðir sem Félagsbústaðir hafa kauprétt að eru hluti þessara íbúða.
Fyrir er á einni lóðinni, Brautarholtsvegi 27 íbúðarhús, bílskúr og skemma samtals um 300fm sem þarf að rífa og fjarlægja en gatnagerðargjöld af þeim fm þarf því ekki að greiða.
Nánari upplýsingar veita:
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is
Árni Helgason löggiltur fasteignasali / s.663 4290 / arni@domusnova.is
Agnar Agnarsson, löggiltur fasteignasali / s.820-1002 / agnar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1942
2357 m2
Fasteignanúmer
2533174
Byggingarefni
Holsteinn
Húsmat
85.300.000 kr.
Lóðarmat
14.100.000 kr.
Fasteignamat samtals
99.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
1302 m2
Fasteignanúmer
2533176
Lóðarmat
5.750.000 kr.
Fasteignamat samtals
5.750.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin