RE/MAX og Kristbjörg Inga Valsdóttir löggiltur fasteignasali kynna Háseylu 5, Innri Njarðvík í Reykjanesbæ fnr. 209-3356Fallegt og vel skipulagt 5 herbergja timburhús í Akurhverfi í Innri Njarðvík. Eignin er skráð 207,7 fm skv. þjóðskrá. Íbúðarhlutinn er 157,7 fm og bílskúr 50 fm. Tvö aukaherbergi eru í bílskúr auk salernisaðstöðu. Háaloft er bæði yfir íbúðarhluta og bílskúr. Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt. Bílaplan er með snjóbræðslu.
Eignin hefur fengið gott viðhald og er við botnlangagötu í góðu fjölskylduvænu hverfi. Stutt er í Leik- og grunnskóla og fallegar gönguleiðir um ósnortna náttúru. Stutt er á Fitjar þar sem er mikill þjónustukjarni með veitingastöðum og matvörubúðum.
Fasteignamat fyrir árið 2025 er 86.700.000 krBókið einkaskoðunAllar nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Inga Valsdóttir, lgf. S 776-2924 / ingavalsdóttir@remax.isSMELLTU HÉR TIL AÐ SKOÐA EIGN Í 3DNánari lýsing:Íbúðin skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, eldhús, búr, stofu/borðstofu, baðherbergi, gestasalerni, þvottahús, sólskála, bílskúr og háaloft.
Forstofa : Flísar á gólfi og opnið fatahengi.
Stofa : Parket á gólfi. Útgengi út á lokaða verönd.
Eldhús : Gólfhiti. Parket á gólfi og hvít innrétting með góðu skápaplássi. Inngengt í búr og þvottahús.
Hjónaherbergi : Parket á gólfi. Inngengi inn í sólskála.
Barnaherbergin : Eru þrjú: Öll með parketi á gólfi.
Baðherbergi : Gólf flísalagt og veggir að hluta til. Steypt Baðkar sem er flísalagt með sturtu. Góð innrétting og salerni.
Gestasnyrting : Parket á gólfi. Innrétting og salerni.
Þvottahús : Flísar á gólfi og viðarlituð innrétting.
Búr : Parket á gólfi. Með hillum.
Sólskáli : Gólfhiti. 18,9 fm með flísum á gólfi og heitum potti. Útgengt út á verönd og út í hliðarport milli húss og bílskúrs. Endurbyggður 2012.
Bílskúr : Steypt gólf. Að hluta til innréttaður. Tvö herbergi og salernisaðstaða. Háaloft.
Háaloft : Gott geymslurými sem er bæði yfir íbúðarhluta og bílskúr eignar.
2024: Parket endurnýjað í stofu, eldhúsi og herbergjagangi og gólfhiti settur. Borðplata í eldhúsi endurnýjuð og hurðarhúnar. Nýr forkrani settur á hitaveitu.
2023: Hús málað að utan og skipt um útiljós. Rafmagn endurnýjað að hluta og tenglar.
2015: Lagnir yfirfarnar og kalda- vatnslagnir endurnýjaðar. Allar nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Inga Valsdóttir, lgf. S 776-2924 / ingavalsdóttir@remax.isÉg þjónusta þig með ánægju í gegnum allt söluferlið. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu. Innifalið í minni þjónustu er aðstoð við uppstillingu fyrir myndatöku, fagljósmyndun og 3D myndataka.Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. (Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4%)
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - sjá heimasíður lánastofnanna.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900. kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.