RE/MAX og Dagbjartur Willardsson löggiltur fasteignasali kynna, Maríugötu 38 , íbúð 0101 fnr. 250-4603Íbúðin er skráð hjá þjóðskrá 80,2fm. Skráð byggingarár hússins er 2021. Húsið er 5 hæða og er íbúðin á jarðhæð og er endaíbúð með sér inngangi.
3D - SKOÐAÐU HÚSIÐ Í ÞRÍVÍDDARUPPTÖKU HÉR - 3DFÁÐU SENT SÖLUYIRLIT YFIR EIGNINA HÉR.Nánari lýsing:Aðkoma: Malbikuð bílastæði fyrir framan húsið.
Forstofa: Flísar á gólfi. Góður fataskápur sem nær til lofts.
Stofa/borðstofa: Parket á gólfi. Útgengt á pall með skjólveggjum sem snýr í suður.
Eldhús: Parket á gólfi. Góð hvít innrétting. Helluborð með viftu yfir. Bakstursofn í vinnuhæð. Innbyggð uppþvottavél og kæli/frystiskápur.
Svefnherbergi: Eru tvö og er parket á gólfum þeirra beggja. Fataskápar eru í báðum herbergjunum.
Baðherbergi: Flísar á gólfi. Flísalagt við rúmgóða sturtu með glerþili. Handklæðaskápur og innrétting með handlaug og skáp fyrir ofan með speglagleri. Upphengt salerni. Handklæðaofn.
Þvottahús: Er inn af baðherbergi. Flísar á gólfi
Geymsla: Er innan íbúðar og er inn af hjónaberbergi.
Maríugata er mjög falleg íbúð í enda hússins og með sér inngangi. Virkilega vönduð og björt íbúð. Allar nánari upplýsingar veitir:Dagbjartur Willardsson lgf hjá
RE/MAX í s:
861-7507 eða á
daddi@remax.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - breytilegt, sjá gjaldskrá á heimasíðum lánastofnana.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill RE/MAX því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.