VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu einbýlishús við Hallgerðartún 4, 860 Hvolsvelli.
Stórglæsilegt, nýtt einbýlishús á fallegum stað í miðbæ Hvolsvallar.
Eignin telur anddyri, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og bílskúr.
Upphitað, steypt bílastæði fyrir tvo bíla.
Eignin er samtals 230m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er 205,6m² og bílskúr um 24,4m²
Sjá staðsetningu hér:Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Nánari lýsing:Rúmgott
anddyri með flísum á gólfi. Þar verður fataskápur.
Tvö salerni eru í eigninni en annað er í hjónasvítunni.
Eldhús/stofa saman í opnu og björtu rými. Vönduð eldhúsinnrétting með góðu skápa og skúffuplássi.
Eldunareyja með ofni, helluborði, innbyggðum isskáp og uppþvottavél.
Frá stofu er
útgengt á timburverönd sem er yfirbyggð að hluta og veitir því gott skjól.
Hjónasvítan er stór og rúmgóð með stóru
fataherbergi og sér
baðherbergi. Baðherbergi verður með "walk-in" sturtu, upphengdu wc og innréttingu með handlaug og skápaplássi. Frá baðherbergi er útgent á
yfirbyggða timburverönd.Svefnherbergin verða þrjú, öll rúmgóð með góðu skápaplássi.
Baðherbergi með "walk-in" sturtu, upphengdu wc, innrétting með handlaug og skúffum.
Þvottahús með innréttingu, skolvaskur og pláss fyrir þvottavél og þurkara.
Bílskúr með lökkuðu gólfi, geymsluherbergi er innan bílskúrs. Frá bílskúr er innangengt í forstofu.
Gólfhiti er í allri eigninni með stýrikerfi fyrir hvert rými en ofnakerfi í bílskúr.
Eignin skilast fullbúin að innan og utan.
Vandaðar innréttingar, baðherbergi og votrými flísalögð en vínilgólfefni á öðrum rýmum.
Lóð verður grófjöfnuð og tyrfð og viðarpallur á merktum flötum.
Nánar um frágang og efni innanhúss. Öll loft eru gifsklædd með innfelldri lýsingu. Bílageymsla flotuð og lökkuð. Þvottahús með flísalögðu gólfi og innréttingu. Baðherbergi flísalögð á gólfum og tilteknum veggflötum, glerveggur í sturtu, vegghengt wc með innréttingu við vask. Öll önnur rými með pvc vinylgólfefnum, 2mm með hljóðdempandi undirlagi. Hurðir og innréttingar framleiddar af Inhaus í Litháen, eða sambærilegt. Lóð grófjöfnuð og tyrfð, viðarpallur á merktum flötum. Ruslaskýli samkvæmt kröfu byggingarfulltrúa.
Byggingarlýsing.Sökkulveggir og gólfplata eru staðsteypt. Polystyren plasteinangrun, 100mm undir plötu og 75mm plasteinangrun,900mm niður sökkulveggi. Burðarvirki útveggja er fura, 45 x 145 mm timburgrindur, klæddar með 16 mm krossvið til stýfingar og dupont veðurklæðningu. Utan á timburgrind kemur gróf viðarklæðning í ljósum lit, máluð. Einangrun útveggja er 150 mm þéttull. Að innan kemur rakavarnarlag (þolplast). Lagnagrind er fura 45 x 45 mm m/m og klæðning að innan er viður, í flokki 2.
Þakvirki. Þakvirki er uppbyggt með kraftsperrum 45 x 145 mm Þak er einangrað með 250 mm steinullareinangrun með vindpappa. Að ofan eru sperrur klæddar með 25 x 150 mm borðaklæðningu, ofan á borðaklæðningu koma 2 lög af þakpappa. Þakkantur viðarklæddur. Undir sperrur kemur þolplast sem rakavarnarlag, síðan lagnagrind 28 x 70 mm m/m 400-600 mm og loks klæðning úr gipsi
Frágangur innanhúss. Léttir innveggir eru hefðbundnir gipsveggir, leiðarar og stoðir úr timbri klæddir með OSB plötum og 13mm gipsplötum. Veggir í votrýmum eru klæddir með rakaheldum gifsplötum. Veggir að bílskúr eru sérklæddir með tilliti til bruna og hljóðkrafna. Vélræn loftræsting er í eldhúsi, þvottahúsi og baðherbergjum. Öll inntök eru í bílskúr. Gólfhiti er í öllum rýmum hússins, utan við bílskúr sem er ofnhitaður.
Gluggar og Hurðir. Gluggar og hurðir eru timbur, gluggar/hurðir með tvöföldu einangrunargleri (K-gler). Bílskúrshurð er panilhurð, máluð í dökkum lit.
Frágangur á lóð. Bílaplan ásamt aðgangi að húsi er steypt, með hitalögnum. Lóð grófjöfnuð og tyrfð, viðarpallur á merktum flötum. Ruslaskýli samkvæmt kröfu byggingarfulltrúa.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.