Fasteignaleitin
Skráð 18. apríl 2024
Deila eign
Deila

Hraunhólar 21

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Garðabær-210
273.5 m2
5 Herb.
4 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
179.900.000 kr.
Fermetraverð
657.770 kr./m2
Fasteignamat
181.550.000 kr.
Brunabótamat
138.000.000 kr.
Mynd af Haukur Páll Ægisson
Haukur Páll Ægisson
Löggiltur Fasteignasali
Byggt 2009
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2310067
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Ofnar og gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Sprunga í flís inn á baðherbergi.
Eigandi skoðar skipti á minni eign í Garðabæ með þremur svefnherbergjum.

Domusnova, Haukur Páll Ægisson, löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu, afar fallegt fimm herbergja einbýlishús á einni hæð á vinsælum stað í Garðabæ.
Um er að ræða steypt hús sem byggt var árið 2009. Samkvæmt HMS þá skiptist íbúðin í 212.1 m², tvöfaldur bílskúr 61.4 m² eða samtals 273.5 m².


Fullfrágengin lóð með afgirtri suður-verönd með þremur góðum geymsluskúrum á, Bomanite upphitað stimplað plan sem rúmar þrjár til fjórar bifreiðar, sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur á lóðinni og 22kw uppsett hleðslustöð fyrir rafbíla utan á húsinu.

Eignin skiptist í:
Forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, fjögur til fimm svefnherbergi og er fataherbergi inn af hjónaherbergi, tvö baðherbergi, þvottaherbergi, tvær geymslur (ein í bílskúr og önnur milli bílskúrs og þvottaherbergis og er hún hurðalaus, nýtt sem skrifstofurými í dag), tvöfaldur rúmgóður bílskúr, háaloft með miklu geymslurými og þrjár góðar útigeymslur á verönd.
Vandaðar sérsmíðaðar eikarinnréttingar og hurðar, gólfhiti og ofnakerfi í húsi.
Lofthæð í rýmum er um 3 metrar.


Nánari lýsing á eign:
Forstofa með veglegum fataskápum.
Komið er inn í hol þaðan sem gengið er í önnur rými eignar.
Stofa og borðstofa er mjög rúmgott rými með mikilli lofthæð, útgengt á skjólgóða suður-verönd úr stofu.
Eldhús er rúmgott með sérsmíðaðri eikarinnréttingu, efri og neðri skápar, eldunareyja með helluborði og gufugleypi ofan við, mjög gott skápapláss, gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp í innréttingu og uppþvottavél, léttur veggur er á milli eldhúss og stofurýmis.
Fjögur/fimm svefnherbergi og er fataherbergi inn af hjónaherbergi, búið er að sameina tvö herbergi í eitt en auðvelt að breyta aftur.
Tvö baðherbergi, gestabaðherbergi er inn af forstofu með snyrtilegri innréttingu í kringum vask.
Aðalbaðherbergi er innaf herbergisgangi með sturtuklefa, baðkari, handklæðaofni, góðum upphengdum skáp og innréttingu í kringum vask með skúffum.
Þvottaherbergi er inn af holi með góðum innréttingum og er útgengt í garð úr þvottaherbergi, þvottasnúrur í garði.
Geymsla er innaf bílskúri með góðum hillum. Hin geymslan er nýtt sem skrifstofurými í dag og er hurðalaus.
Tvöfaldur bílskúr  með tveim rafdrifnum bílskúrshurðum og góð innrétting með vaski, eins er aðgengi á háaloft úr bílskúr sem nær yfir alla íbúðina.
Suður-verönd er framan við hús með steyptum stoðveggjum. Vandaðar og góðar útigeymslur eru á verönd.
Gólfefni: Eikarparket og flísar eru á gólfum eignar.
Allar innréttingar, hurðar og skápar eru sérsmíðaðar af Fagus innréttingarverkstæði. Allir milliveggir eru hlaðnir eða steyptir í húsi, innfelld halogenglýsing.

Stutt er í leikskóla, skóla, þjónustu, útivistar og íþróttasvæði.

EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA Á FRÁBÆRUM STAÐ Í GRÓNU HVERFI Í GARÐABÆ.

Nánari upplýsingar veita:
Haukur Páll Ægisson löggiltur fasteignasali / s.7729970 / hp@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
  3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
31/12/2021128.250.000 kr.153.500.000 kr.273.5 m2561.243 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2023
Byggt 2009
61.4 m2
Fasteignanúmer
2310067
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
21.950.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Mosagata 18
Bílskúr
Skoða eignina Mosagata 18
Mosagata 18
210 Garðabær
227 m2
Parhús
524
744 þ.kr./m2
168.900.000 kr.
Skoða eignina Furulundur 9
Bílskúr
Skoða eignina Furulundur 9
Furulundur 9
210 Garðabær
307.7 m2
Einbýlishús
614
552 þ.kr./m2
169.900.000 kr.
Skoða eignina Þrastarlundur 7
Bílskúr
Skoða eignina Þrastarlundur 7
Þrastarlundur 7
210 Garðabær
238.9 m2
Einbýlishús
413
753 þ.kr./m2
179.900.000 kr.
Skoða eignina Maríugata 35
Bílskúr
Skoða eignina Maríugata 35
Maríugata 35
210 Garðabær
219.9 m2
Raðhús
526
755 þ.kr./m2
166.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache