Oscar Clausen lgf. og Prima fasteignasala kynna: Bjart og vel skipulagt 177,8 fm raðhús á tveimur hæðum, við rólegan botnlanga. Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, tvær stofur, tvö baðherbergi, eldhús, stórt þvottahús og geymsla ásamt 24,1 fm bílskúr, sem er inn í heildar fermetratölu hússins. Stórt upphitað bílastæði er fyrir framan húsið. Fyrir aftan húsið er timburverönd, með heitum potti og gróinn garður, sem snúa í suður. Fallegt hús í friðsælu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttir.
Húsið hefur fengið gott viðhald að undanförnu en þar má nefna; Endurnýjað eldhús og ný tæki. Ný gólfefni á flestum gólfum. Nýtt eikarhandrið ásamt nýlögðu teppi á stiga. Rafmagns tenglar og slökkvarar flestir nýjr. Nýr þrýstijafnari í lagnagrind og baðherbergi á efri hæð endurnýjað.
NÁNARI LÝSING:
Neðri hæð;
Anddyri; Flísar á gólfi, góður fataskápur.
Hol; Úr holi liggur stigi upp á efri hæðin. Þar er einnig gengið inn í svefnherbergi og alrými fyrstu hæðar.
Svefnherbergi; Nýtt parket á gólfi og stór fataskápur.
Baðherbergi; Flísalagt í hólf og gólf, baðkar, sturtuklefi, salerni, vaskur í innréttingu, stór handklæðaofn.
Eldhús; Endurnýjuð eldhúsinnrétting með nýjum tækjum, korkflísar og parket á gólfi. Úr eldhúsi er gengið út á timburverönd og garðinn, fyrir sunnan húsið.
Borðastofa; Stofa, borðstofa og eldhús mynda eitt stórt alrými, með mikilli lofthæð að hluta, þar sem efri hæðin er bara yfir helmingi gólfflatarins. Nýtt parket á gólfi.
Stofa; Nokkrar tröppur eru niður í stofuna frá eldhúsi/borðstofu. Nýtt parket á gólfi.
Þvottahús; Er á milli bílskúrs og alrýmis. Rúmgott með góðri hvítri innréttingu og flísum á gólfi.
Bílskúr; Er 24,1 fm, bílskúrshurðaropnari. Einnig er hægt að ganga inn í skúrinn úr ráphurð við hlið útihurðar húss. Þá er innangengt úr bílskúrnum í þvottahúsið. Fyrir framan húsið og bílskúrinn er stórt bílaplan með snjóbræðslu.
Efri hæð:
Svefnherbergi; Eru þrjú á efri hæð. Öll með nýjum gólfefnum og nýrri loftaklæðningu. Velux gluggar eru í herbergjunum.
Baðherbergi; Sturta, salerni, handklæðaofn og vaskaskápur.
Geymsla; Rúmgóð, teppalögð hillur á veggjum.
Örstutt er í leik- og grunnskóla og stutt í flesta aðra þjónustu. Fallegt hús í friðsælli götu. Fyirir sunnan garðinn er 1.300 fermetra grasflöt, sem er sameiginleg.
Nánari upplýsingar veita:
Oscar Clausen löggiltur fasteignasali / s.8618466 / oc@primafasteignir.is