Fasteignaleitin
Skráð 31. okt. 2025
Deila eign
Deila

Stafafellsfjöll 43a

Jörð/LóðAusturland/Höfn í Hornafirði-781
Verð
3.000.000 kr.
Fasteignamat
1.005.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
HJ
Helgi Jóhannes Jónsson
Fasteignasali
Fasteignanúmer
2367007
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Matsstig
0 - Úthlutað
Fasteignasalan TORG kynnir : 
Til sölu er lóð 43a á Víðum í Stafafellsfjöllum, rétt austan við Jökulsá í Lóni. Lóðin er í um 6 km fjarlægð frá þjóðvegi 1. Stafafellsfjöll er vinsælt útivistarsvæði í Lónssveit, 30 km austan við Höfn. Svæðið er kjarrivaxið, fjöllin er litrík að þar má finna margar góðar gönguleiðir, m.a. í Kollumúla. Stutt frá lóðinni eru fallegt gil, Hvannagil og snoturt lítið stöðuvatn, Vötnin, umkringt litskrúðugum fjöllum. Á lóðinni, sem er um 3520 fm samkvæmt deiliskipulaginu, er töluvert
birkikjarr.

Nánar um skipulag í Stafafellsfjöllum. Á skipulagssvæðinu eru skilgreindar alls 78 lóðir undir frístundarhús. Á hverri lóð er heimilt að byggja allt að 3 hús, sem fer þó eftir stærð lóða. Frístundarhús/aðalhús má vera allt að 120 fm og ekki minni en 30 fm. Aukahús/gestahús getur verið allt að 30fm. þó ekki stærra en helmingur af stærð aðalhúss. Geymsla getur verið allt að 25 fm. Á lóðum sem eru 6000 fm og stærri er leyfilegt byggingarmagn allt að 180fm en á minni
lóðum takmarkast það við nýtingarhlutfallið 0,03.  Vatnsöflun á svæðinu er á ábyrgð hvers lóðareiganda.

Allar frekari upplýsingar veitir Helgi Jónsson löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á helgi@fstorg.is
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin