Fasteignaleitin
Skráð 29. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Sunnusmári 23

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-201
129.9 m2
4 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
112.000.000 kr.
Fermetraverð
862.202 kr./m2
Fasteignamat
93.550.000 kr.
Brunabótamat
84.760.000 kr.
HH
Heimir Hallgrímsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 2020
Þvottahús
Lyfta
Garður
Bílastæði
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2507304_6
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
6
Hæðir í húsi
6
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Nýlegar
Raflagnir
Nýlegar
Frárennslislagnir
Nýlegar
Gluggar / Gler
Nýlegt
Þak
Nýlegt
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Nýtt á skrá! Opið hús - Sunnusmári 23 (efsta hæð) - sunnudaginn 15. september klukkan 14:45 - 15:15.

Lind fasteignasala / Ragnar Þorsteinsson lögg. fasteignasali og Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynna glæsilega 3-4ra herbergja 129,9 fermetra  íbúð á 6. hæð (efstu) með mikilli lofthæð yfir allri íbúðinni (um 3 metrar) í nýlegu og vönduðu fjölbýli með lyftu og tveimur svölum við Sunnusmára 23 í Kópavogi. Bílastæði er staðsett í lokaðri bílageymslu. Sérgeymsla er 8,3 fermetrar að stærð og staðsett í geymslugangi hússins. Þvottaherbergi er staðsett innan íbúðar. Íbúðin stendur hátt og því er útsýni til fjalla frá stofurými og svölum. Möguleiki er að bæta við þriðja svefnherberginu á kostnað sjónvarpsrýmis í stofu.

Húsið er afar fallegt og vandað, byggt árið 2020. Húsið er klætt og viðhaldslítið með fallega frágenginni lóð. Hellulagðar stéttar fyrir framan hús. Sameiginleg stæði fyrir framan hús. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Myndavéladyrasími er í íbúð og er sameign snyrtileg og til fyrirmyndar. Fallegar innréttingar frá Axis eru í íbúðinni.

Sunnusmári er nýtt hverfi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu þar sem stutt er í alla þjónustu, verslanir, skóla og leikskóla. Sunnusmári er frábær kostur fyrir þá sem kjósa að búa í íbúðarhverfi þar sem öll helsta þjónusta er í næsta nágrenni.

Lýsing eignar:

Forstofa: Með harðparketi á gólfi og góðum skápum.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili og handklæðaofn. Falleg innrétting við vask, speglaskápur, upphengt salerni og útloftun. Opnanlegur gluggi er á baðherbergi.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, með harðparketi á gólfi og góðum skápum. Gluggar til vesturs.
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi og glugga til vesturs.
Alrými samanstendur af eldhúsi, borðstofu, setustofu og sjónvarpsstofu. Stórir gluggar með glæsilegu útsýni yfir Kópavoginn og til fjalla. Útgengi á tvennar svalir út stofu.
Eldhús: Með harðparketi á gólfi og fallegri eldhúsinnréttingu frá AXIS. Gorenje bakaraofn, Gorenje spanhelluborð og falleg eyju vifta. Innbyggður kæliskápur með frysti og innbyggð uppþvottavél frá Gorenje. Lýsing undir efri skápum.
Borðstofa: Með harðparketi á gólfi og stórum gluggum til norðurs og austurs. Útgengi á svalir I.
Svalir I: Snúa til norðausturs. Fallegt útsýni yfir höfuðborgina og til fjalla.
Setustofa: Með harðparketi á gólfi og gluggum til vesturs og norðurs. Útgengi á svalir II.
Svalir II: Snúa til vesturs. Fallegt útsýni.
Sjónvarpsrými: Er staðsett inn af stofu. Harðparket á gólfi og gluggar til vesturs. Möguleiki að breyta og bæta við þriðja svefnherberginu.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi og góðri innréttingu með skápaplássi. Opnanlegur gluggi, vinnuborð og vaskur.

Bílastæði: Er vel staðsett í lokuðum og upphituðum bílakjallara (merkt B22). Rafhleðslustöð er komin við stæði.
Sameiginleg vagna- og hjólageymsla: Er staðsett í sameign hússins. 
Sér geymsla: Er staðsett í geymslugangi hússins. Geymsla er 8,3 fermetrar að stærð.

Húsið að utan: Lítur vel út. Viðhaldslítið og nýlegt klætt hús. 
Lóðin: Er frágengin, vel hirt, tyrfðar flatir og hellulagðar stéttar. Sameiginleg bílastæði á lóð.

Allar nánari upplýsingar veita:
Ragnar Þorsteinsson lögg. fasteignasali í síma 897-3412 eða á netfanginu ragnar@fastlind.is 
Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali í síma 849-0672 eða á netfanginu heimir@fastlind.is
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
26/05/202161.050.000 kr.75.000.000 kr.129.9 m2577.367 kr.
07/01/202161.050.000 kr.73.900.000 kr.129.9 m2568.899 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 2020
Fasteignanúmer
2507304
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
B2
Númer eignar
2
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.010.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Silfursmári 2 | 1202 | Útsýni
Bílastæði
Silfursmári 2 | 1202 | Útsýni
201 Kópavogur
99.9 m2
Fjölbýlishús
312
1070 þ.kr./m2
106.900.000 kr.
Skoða eignina Nónsmári 15
Bílastæði
Skoða eignina Nónsmári 15
Nónsmári 15
201 Kópavogur
130.8 m2
Fjölbýlishús
413
917 þ.kr./m2
119.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 13 (301)
Bílastæði
Sunnusmári 13 (301)
201 Kópavogur
142.8 m2
Fjölbýlishús
423
728 þ.kr./m2
103.900.000 kr.
Skoða eignina Sunnusmári 11
Bílastæði
Skoða eignina Sunnusmári 11
Sunnusmári 11
201 Kópavogur
153.1 m2
Fjölbýlishús
514
767 þ.kr./m2
117.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin