Fasteignasalan TORG og Margrét Rós lgf. kynna í sölu bjarta 3ja herbergja íbúð á þriðju og efstu hæð við Jörfabakka 6 í Reykjavík. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að hluta með nýlegri innréttingu í eldhúsi og í baðherbergi ásamt parketi á gólfi o.fl. Um er að ræða vel skipulagða íbúð í vel viðhöldnu fjölbýli sem skiptist í anddyri, hol, hálf opið eldhús ásamt stofu og borðstofu í opnu rými, góðar svalir, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Sérgeymsla íbúðar er staðsett á sameignargangi í kjallara. Húsið hefur fengið gott viðhald á síðustu árum. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Rós lgf. í s. 856-5858 eða margret@fstorg.is*** SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA SÖLUYFIRLIT ***Frábær staðsetning í fjölskylduvænu og grónu hverfi þar sem leik- og grunnskóli er í göngufæri og menntaskóli, sundlaug og íþróttamiðstöð í næsta nágrenni. Ásamt því að stutt er í alla verslun, þjónustu og almenningssamgöngur í Mjóddinni. Að auki er örstutt í góð útivistarsvæði í hverfinu og nálægð við Elliðaárdalinn með göngu og hljólaleiðir um náttúruna.Birt stærð skv. fasteignaskrá HMS er 73,3 m2 og þar af er 6,1 m2 geymsla í kjallara.Ertu í söluhugleiðingum? Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign hérSkipulag og lýsing eignarhluta:Gengið er inn í opið
anddyri og
hol sem tengir saman aðrar vistverur íbúðar. Úr holi er opið inn í bjart rými sem skiptist í hálf opið
eldhús, ásamt samliggjandi
stofu og
borðstofu. Útgengt er frá stofu á rúmgóðar
svalir til austurs. Inn af holi á hægri hönd er fataskápur, tvö
svefnherbergi og
baðherbergi. Parket er á gólfum í öllum rýmum nema á baðherbergi en þar eru flísar
. Íbúðinni fylgir 6,1 m
2 sérgeymsla inn af sameign í kjallara.
Nánari skipting eignar:Anddyri/hol: Samliggjandi í opnu rými með fataskáp og parket á gólfi.
Eldhús: Opið við hol og borðstofu/stofu með parket á gólfi. Falleg innrétting með baksturofni, helluborði ásamt gufugleypi og tengi fyrir uppþvottavél. Inn af eldhúsi er gert ráð fyrir rúmgóðum borðkrók við glugga, opin við borðstofu.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með glugga á tvo vegu og útgengi á rúmgóðar svalir í austur.
Baðherbergi: Með sturtuklefa, innréttingu við vask, speglaskáp á vegg og flísar á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart, stór fataskápur með góðu skápaplássi og parket á gólfi.
Herbergi: Bjart með parket á gólfi.
Geymsla: Sér geymsla (6,1 m
2) inn af sameignargangi tilheyrir íbúð.
Í sameign:
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginlegt í kjallara hússins.
Þvottahús: sameiginlegt í kjallara hússins.
Garður: sameiginlegur stór skjólsæll garður með leiktækjum.
Húsið og lóðin:Jörfabakki 6 er þriggja hæða fjöleignahús með 9 íbúðum í stigagangi. Húsið er hluti af fjöleignarhúsi við Jörfabakka 2-16 sem er steinsteypt fjölbýlishús með átta stigahúsum og skiptist í jafnmarga matshluta með alls 60 íbúðum. Í kjallara hússins er sameiginlegt þvottahús, hjóla- og vagnageymsla ásamt sérgeymslur íbúða. Sameign er öll hin snyrtilegasta og eru þrif á sameign eru inni í húsfélagsgjaldi. Lóðin sem er í sameign er öll hin snyrtilegasta og vel hirt með sameiginlegum leikvelli fyrir börnin í garði hússins. Aðkoman að húsinu er ágæt, snjóbræðsla er í hellulögn í stétt fyrir framan hús og að bílaplani. Bílstæðin eru 59 skv. eignaskiptalýsingu.
Að sögn seljanda hefur verið farið í eftirfarandi viðhald á húsi á undanförnum árum: - Húsið var sprunguviðgert múrað og málað (2019)
- Gler í stofuglugga endurnýjað (júlí/ágúst 2019)
- Þak endurnýjað með þakplötum og þakpappa á öllu húsinu (2023)
- Nýr myndavéla dyrasími settur upp í sameign (2023)
Endurbætur á íbúð að sögn seljanda:- Baðherbergi endurnýjað með lögnum fyrir sturtu, sturtuklefa, vaskaskáp og flísum (2019)
- Rafmagnstenglar og ljósarofar endurnýjaðir (2019)
- Gólfefni endurnýjuð með parketi (2019)
- Flísar settar vegg í eldhúsi (2019)
Nánari upplýsingar veita:Margrét Rós Einarsdóttir - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
856-5858 /
margret@fstorg.isAðalsteinn Bjarnason - Löggiltur fasteignasali í Félagi fasteignasala / s.
773-3532 /
adalsteinn@fstorg.is** Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar allar tegundir eigna á skrá.
** Hafðu samband og við komum og metum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM? SMELLTU HÉR
VILTU VITA HVAÐ VIÐSKIPTAVINIR OKKAR HAFA SEGJA? SMELLTU HÉRUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. fasteignasalan TORG bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.