BYR fasteignasala kynnir KLETTAHRAUN 14 í einkasölu. Eignarlóð í frístundabyggð Svínhagahverfi í Rangárþingi ytra með fjallasýn að Heklu og upp hálendið.
Stutt í ýmsa afþreyingu og útivist, s.s.veiði, gönguferðir og hálendisferðir. Ýtið hér fyrir staðsetningu. Lóðin er gróin og stendur í skipulagðri frístundabyggð í landi Svínhaga Heklubyggð
. Lóðin er 32600,0 m², eignarlóð. Búið er að leggja veg að lóðinni. Kalt vatn er komið að lóðarmörkum ásamt rafmagni. Ekki er hitaveita á svæðinu.
Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er hámarks byggingarmagn innan hverrar lóðar 300 m². Sumarhús skulu að jafnaði vera á einni hæð og skal leitast við að aðlaga hús sem best að landslagi. Innan byggingareits er heimilt að reisa sumarhús ásamt gestahúsi og verkfærageymslu. Mesta leyfilega vegghæð er 4,5 og mesta hæða í mæni er 6,0 miða við hæð jarðvegs umhverfis húsið. Hámarks stærð verkfærageymslu/bílskúrs er 100 m². Fjöldi bygginga skal aldrei fara yfir fjóra.
Sjá í landeignaskrá Klettahraun 14 (851) land númer 198136:
https://geo.fasteignaskra.is/landeignaskra/198136Ekið er að Klettahrauni frá þjóðvegi 1 um Rangárvallaveg nr. 264 þar til komið er að Þingskálavegi nr. 268 og þaðan sem leið liggur að Klapparhrauni.
Búið er að græða lóðina upp að miklu leiti og planta fjölda trjáplantna, mest birki, furu og lerki. Gróinn „stallur/hæð" er innst á lóðinni, þar er náttúrulegur gróður meðal annars krækiberjalyng.
Landið er þáttakandi í verkefninu Hekluskógar, og fær árlega úthlutað birkiplöntum til gróðursetningar. Sumarhúsafélag er á svæðinu sem sér um sameiginlega hagsmuni árgjald árið 2022 var kr. 20.000.-
Sjá hér deiliskipulag Svínhagi Heklubyggð, Rangárþing Ytra, yfirlitsuppdráttur