Trausti fasteignasala og Ómar Örn Sigurðsson löggiltur fasteignasali kynna sumarhúsalóðir í Miðey í landi Úteyjar 1 - 806 Selfoss
Einstakt tækifæri á fallegum stað innan Gullna hringsins! Nú býðst sjaldgæft tækifæri til að eignast sumarhúsalóð á einum vinsælasta stað landsins – í Útey 1 við Apavatn. Lóðirnar eru frá 0,5 upp í 0,9 hektara að stærð og njóta glæsilegs útsýnis yfir stórfenglegt landslag: Heklu, Eyjafjallajökul, Mosfell og spegilslétt Apavatn. Lóðirnar standa í aflíðandi brekku sem tryggir skjól og óviðjafnanlegt útsýni. Nú eru 30 skipulagðar lóðir til sölu.
Staðsetning í sérflokki
Útey 1 er aðeins 45 mínútna akstur frá höfuðborginni og og nær á milli Laugarvatns og Apavatns. Margar frægar náttúruperlur eru á næsta leyti, sem gerir svæðið einstaklega aðlaðandi. Fjöldi golfvalla eru í nágrenninu. Þetta er einstök staðsetning fyrir þá sem vilja komast út úr borginni – en samt vera nálægt öllu.
Skipulagt frístundasvæði með vaxandi samfélagi
Á svæðinu verða skipulögð útvistarsvæði með afþreyingu eins og göngustígum, golfvelli og leiksvæðum. Þjónustukjarni mun rísa auk hótels með glæsilegum böðum sem verða við Laugarvatn.
Innviðir í uppbyggingu
Um er að ræða lokað svæði með rafmagnshliði og myndavélavöktun sem tryggir öryggi og næði.
Heitt og kalt vatn og rafmagn mun verða lagt að lóðarmörkum samkvæmt áætlun, sem gerir þetta að frábærum kosti fyrir þá sem vilja byggja framtíðar sumarhús með öllum helstu innviðum til staðar.
Verð: frá 11 - 16 milljóna króna – eftir stærð og staðsetningu innan svæðis.
Stefnt er að því að þetta svæði verði í algerum sérflokki hvað varðar gæði umhverfis og afþreyingu.
Nánari upplýsingar veitir Ómar Örn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali, í síma 897-0203, tölvupóstur omar@trausti.is.