Fasteignaleitin
Skráð 28. okt. 2025
Deila eign
Deila

Ásvallagata 81

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
320.2 m2
11 Herb.
7 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
167.550.000 kr.
Brunabótamat
108.200.000 kr.
ÞÞ
Þröstur Þórhallsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1941
Garður
Aðgengi fatl.
Sérinng.
Fasteignanúmer
2002433
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer íbúðar
10101
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Endurnýjaðar
Svalir
0
Lóð
0.00
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging

Miklaborg kynnir: Einstaklega fallegt og vel viðhaldið einbýlishús í hjarta vesturbæjarins. Húsið er 320,2 m2 og er á tveimur hæðum auk þess sem aukaíbúð með sérinngangi er í kjallara en hún er með þremur svefnherbergjum. Húsinu fylgir sambyggður bílskúr ( 28 m2 ). Húsið er byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar.


Egnin er laus til afhendingar við undirritun kaupsamnings.


Pantið einkaskoðun: Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali í síma 8970634 eða throstur@miklaborg.is

Aðalhæð: Komið er inn í uppgerða forstofu með fatahengi og fallegum viðarpanel. Gestasnyrting við forstofu er nýlega endurgerð. Eitt svefnherbergi er á hæðinni og er það innaf forstofu. Úr forstofu er gengið inn í opið hol með glæsilegum viðarstiga og upprunalegum hurðum. Haldið hefur verið í upprunalegan stíl hússins en ýmislegt fært til nútímalegra horfs svo sem með opnu eldhúsi, stofum og herbergjum sem flæða vel saman. Eldhús er opið og bjart og er vel hannað með sérsmíðaðri innréttingu frá Borg innréttingarsmiðju. Í eldhúsi er gott skápapláss og tenging við rúmgóða og bjarta borðstofu. Stofur eru þrjár talsins en fyrir utan borðstofu er setustofa og björt og stór stofa sem liggur 2. þrepum hærra. Gengið er úr stofunni út á svalir og þaðan út í gróinn og skjólsælan suðurgarð. Efri hæð: Hæðin hefur á allra síðustu árum verið mikið endurnýjuð. Skipt var um alla milliveggi í svefnherbergjum og útveggir einangraðir upp á nýtt. Nýjir ofnar eru í herbergjum og nýtt parket á gólfum herbergja. Nýtt teppi er á stiga og skipt var um allar hurðir og karma á efri hæð. Á hæðinni eru þrjú svefnherbergi. 1. rúmgott hjónaherbergi með góðu skápaplássi. Gengið er út á skjólsælar og sólríkar nýlegar þaksvalir sem eru yfir öllum bílskúrnum. 2. Rúmgott svefnherbergi með góðum gluggum. 3. svefnherbergi sem er nokkuð minna en hin en er prýðilegt og getur vel nýst sem barnaherbergi eða vinnuherbergi. Baðherbergið er rúmgott og þar er gólfhiti og bæði baðkar og sturta. Góð innrétting, línskápar og gluggar. Gengið er niður á jarðhæð hússins frá forstofu aðalhæðar. Þar eru geymslur, þvottahús og aukaíbúð. Aukaíbúð: Sérinngangur er frá vesturhlið hússins en íbúðin hefur nýlega verið endurnýjuð. Íbúðin skiptist í 3. svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús. Baðherbergið er nýlega endurnýjað með nýjum flísum, nýrri innréttingu og nýjum blöndunartækjum. Ný eldhúsinnrétting er líka í íbúðinni og ný gólfefni. Skipt var nýlega um alla ofna í íbúðinni. Íbúðin býður upp á útleigu og góðar leigutekjur en einnig að vera samnýtt með aðalíbúð hússins. Húsið hefur fengið töluvert viðhald og endurnýjun á síðustu árum. m.a. þök á aðalbyggingu og viðbyggingu. Öll gólf á aðalhæð hússins hafa verið lögð gegnheilu eikarparketi en flísalagt í forstofu og gestasnyrtingu. Steinsteyptar viðbyggingar voru teiknaðar af Kjartani Sveinssyni árið 1961. Annars vegar er um að ræða ca. 30 m2 viðbyggingu við stofu í suð-vesturenda hússins ásamt jarðhæð ( gangur með 2 herbergjum ), hins vegar forstofuinngangur ( aðalinngangur ) ásamt gestasnyrtingu. Auk þess voru gluggar í borðstofu og stofu í upprunalegu byggingunni stækkaðir í kringum 1961. Nýr sólpallur er í garðinum til hliðar við eldri pall. Skipt hefur verið nýlega um allar rúður í viðbyggingu í stofu og all flestar rúður á jarðhæð hússins. Bílskúr er óupphitaður og þar hafa ofnar ekki verið settir upp en hitarör hefur verið sett út í bílskúr. Planið fyrir framan bílskúr, tröppur upp aðalinngang og planið fyrir framan ruslatunnur var nýlega steypt og hiti settur þar í. Húsið hefur nýlega verið málað að utan. Mjög falleg eign og mikið endurnýjuð á vandaðan hátt. Pantið einkaskoðun: Þröstur Þórhallsson lögg. fasteignasali, sími 8970634 eða throstur@miklaborg.is

DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
11/04/2022122.150.000 kr.148.500.000 kr.320.2 m2463.772 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Skólavörðustígur 30 Tvær aukaíbúðir
Bílskúr
Skólavörðustígur 30 Tvær aukaíbúðir
101 Reykjavík
275.2 m2
Einbýlishús
111111
1799 þ.kr./m2
495.000.000 kr.
Skoða eignina Klapparstígur 1
Bílastæði
Skoða eignina Klapparstígur 1
Klapparstígur 1
101 Reykjavík
310.1 m2
Fjölbýlishús
936
Fasteignamat 132.050.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Ásvallagata 81
IMG_3524.jpg
Skoða eignina Ásvallagata 81
Ásvallagata 81
101 Reykjavík
320.2 m2
Einbýlishús
1137
Fasteignamat 167.550.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Skólastræti 5
Skoða eignina Skólastræti 5
Skólastræti 5
101 Reykjavík
267 m2
Tví/Þrí/Fjórbýli
72
Fasteignamat 175.750.000 kr.
Tilboð
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin