OPIÐ HÚS - FLÚÐASEL 86 - FIMMTUDAGINN 23. JAN - FRÁ KL.17.30 - 18.00
Eggert löggiltur fasteignasali verður á staðnum.
STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Um er að ræða fallegt og snyrtilegt 219,0 fm endaraðhús á þremur hæðum. Á jarðhæðinni er aukaíbúð sem er í útleigu. Baðherberbergi á hverri hæð, fjögur rúmgóð herbergi, snyrtilegur garður. Þegar komið er inn í forstofu gengur maður beint inn í hjarta heimilisins inn í eldhús og þaðan inn í stofu, gestabaðherbergi er á aðalhæð. Svefnherbergin fjögur eru öll á efri hæð ásamt aðalbaðherbergi.
Í kjallara er núna 2ja herbergja íbúð þar sem komið er inn í forstofu, svo inn í eldhús, baðherbergi, stofa og svefnherbergi. Úr stofu er hægt að labba út í garð á bakvið húsið. Húsið er mjög fjölskylduvænt, stutt ganga í leik- og grunnskóla ásamt íþróttastarf hjá ÍR. Öll önnur þjónusta er í nágrenninu s.s. verslun, sundlaug og líkamsrækt.
Íbúð á hæð er 73,0 fm (merkt 05-0101), íbúðarherbergi í kjallara 73,0 fm (merkt 05-0001) og íbúðarherbergi í risi er 73,0 fm (merkt 05-0201) samtals er eignin skráð 219,0 fm skv skráningu Þjóðskrá Íslands.
Sýningu á eigninni annast Eggert Maríuson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.690-1472 eða með tölvupósti: eggert@stofnfasteignasala.isForstofa er með flísum á gólfi, skápur og upphengi.
Hol er með harðparketi á gólfi og skápum.
Stofa er með harðparketi á gólfi og þaðan er útgengt á austursvalir. Af svölum er stigi niður í garðinn.
Eldhús er með náttúrustein á gólfi og snyrtilegri viðarinnréttingu.
Svefnherbergin eru 4 og eru með harðparketi á gólfi, skápar í þremur af fjórum herbergjum, úr aðalsvefnherbergi er útgengt á austursvalir.
Baðherbergin eru tvö aðalbaðherbergi er á efri hæð og er flísalagt í hólf og gólf, rúmgóð opin sturta, upphengt wc, hillur, innrétting undir vask, handklæðaofn og hiti í gólfi. Gestasalerni á aðalhæð er með flísum á gólfi upphengt wc og skápur undir vask.
Þvottahús er inn af eldhúsi, flísar á gólfi, hillur og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Aukaíbúð:Forstofa er með flísum á gólfi og upphengi.
Hol er með harðparketi á gólfi og skápum.
Stofa er með harððarketi á gólfi og þaðan er útgengt á timburverönd og garð.
Eldhús er með harðparketi á gólfi og viðarinnréttingu.
Svefnherbergi er með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi, upphengt wc og skápar undir vask.
Þvottahús er með stein á gólfi, sturtuklefi og tengi fyrir þvottavél.