Fasteignaleitin
Skráð 26. apríl 2024
Deila eign
Deila

Laugateigur 20

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
187.6 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
138.000.000 kr.
Fermetraverð
735.608 kr./m2
Fasteignamat
105.150.000 kr.
Brunabótamat
71.350.000 kr.
Byggt 1947
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2019254
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Ofnar og ofnalagnir endurnýjað
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Skipt var um skolp lagnir og hús drenað árið 2015
Gluggar / Gler
Endurnýjað að hluta
Þak
Þak málað árið 2007 en nýlegur dúkur þaki bílskúrs
Svalir
Nei, en það er sérafnotaflötur út frá tengibyggingu
Upphitun
Hefðbundið ofnakerfi
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Guðlaugur J. Guðlaugsson löggiltur fasteignasali og RE/MAX fasteignasala kynna í einkasölu: 

Vel skipulögð og flott 187,6 fm. hæð með sérinngangi á fyrstu hæð í fallegu húsi við Laugateig 20, 105 Reykjavík.

Skv. skráningu HMS í fasteignayfirliti, þá er íbúð á hæð skráð 139,6 fm. og tengibygging, vinnustofa og bílskúr skráð sem 48,0 fm. Samtals 187,6 fm. 

Smelltu á link til að sjá íbúð í 3-D

Nánari lýsing: 
Komið er inn um sérinngang á fyrstu hæð. Anddyri er með flísum á gólfi og aðgengi er þaðan niður í sameiginlegt þvottahús og sér geymslu íbúðar. Frá anddyri er komið inn á parketlagðan gang með aðgengi inn í önnur rými. Á vinstri hönd þegar gengið er inn, er rúmgott og bjart svefnherbergi með parket á gólfi og fataskáp. Þar við hlið er annað svefnherbergi með parket á gólfi, herbergið hefur verið notað sem sjónvarpsherbergi. Á hinum enda gangsins er baðherbergi með flísum á gólfi og flísum á veggjum. Opnanlegur gluggi, baðkar með sturtuaðstöðu, salerni og innrétting með handlaug og skúffum. Spegill þar fyrir ofan. Þar við hlið er mjög rúmgott svefnherbergi með parket á gólfi og gólfsíðum gluggum sem gefa góða birtu inn. Fataskápur á gangi þar fyrir framan. Stofan er virkilega rúmgóð, björt og glæsileg með stórum bogadregnum glugga sem setur mikin svip á stofuna og húsið í heild. Frá stofu inn í borðstofu eru hvítar rennihurðir þar á milli, borðstofan er mjög rúmgóð með parket á gólfi og glugga á tvo vegu. Þar á móti, hinum megin við stofuna eru líka hvítar rennihurðir frá stofu inn í í stórt og gott eldhús. Innrétting í eldhúsi er U-laga, gott vinnu- og skápapláss. Bökunarofn, helluborð og vifta. Flísar á gólfi og flísar á milli neðri og efri skápa. Gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Borð aðstaða í eldhúsi fyrir miðju. Frá eldhúsi er gengið inn í tengibyggingu með gluggum og þakgluggum sem gefa góða birtu inn ásamt steyptum flísalögðum stiga niður í vinnustofu/svefnherberg. Rýmið þar niðri getur nýst á ýmsa vegu. Í dag er þar hjónaherbergi með fataskáp og aðgengi út á sérafnotaflöt íbúðar íbúðar, verönd í suður. Frá Hjónaherbergi er líka aðgengi inn í bílskúr. Í bílskúr hefur verið útbúið fata- og þvottarými. Stæði fyrir framan bílskúr fylgir íbúðinni.  Í kjallara á sameign er lítil sér geymsla og sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi.

2007: Hús steinað að utan og þak málað
2015: Skipt um skolp og drenað í kringum húsið.
2023: Nýr dúkur á þaki á vinnustofu.

Glæsileg og rúmgóð hæð á eftirsóttum stað í Laugardalnum þar sem stutt er í alla þjónustu og helstu verslanir. Falleg útivistarsvæði og góðar göngu- og hjólaleiðir allt í kring. 

Allar nánari upplýsingar gefur: Guðlaugur J. Guðlaugsson/Gulli í sima 661-6056 eða gulli@remax.is, löggiltur fasteignasali hjá RE/MAX

Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi 0,8%, ( 0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða ) og 1.6% (ef lögaðilar) af heildar fasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -  Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölur kr. 69.900.-
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
07/04/201437.700.000 kr.48.500.000 kr.189.4 m2256.071 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1958
48 m2
Fasteignanúmer
2019254
Byggingarefni
Holsteinn
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
15.900.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
RE/MAX
http://www.remax.is

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Engjateigur 17-19
3D Sýn
Engjateigur 17-19
105 Reykjavík
212.6 m2
Fjölbýlishús
623
668 þ.kr./m2
142.000.000 kr.
Skoða eignina Borgartún 24 405
Bílastæði
Borgartún 24 405
105 Reykjavík
229.6 m2
Fjölbýlishús
312
566 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Lindarbraut 14
Bílskúr
Skoða eignina Lindarbraut 14
Lindarbraut 14
170 Seltjarnarnes
155.4 m2
Hæð
514
829 þ.kr./m2
128.900.000 kr.
Skoða eignina Hrísrimi 34
Skoða eignina Hrísrimi 34
Hrísrimi 34
112 Reykjavík
193.6 m2
Parhús
715
645 þ.kr./m2
124.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - FasteignaleitinPowered by Stellate, the GraphQL Edge Cache