Fasteignasalan Hvammur 466 1600
Sunnutröð 6 - Fallegt og vel um gengið 5 herbergja einbýlishús með innbyggðum bílskúr staðsett við litla botnlangagötu í Eyjafjarðarsveit.
Eignin er skráð 163,2 m² að stærð, þar af eru bílskúr og geymsla 37,2 m²
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr með geymslu inn af.
* Innréttingar og skápar í eldhúsi, baðherbergi, forstofu og svefnherbergjum er spónlagt með hnotu.
* Lofthæð í húsinu er um 2,8 metrar og er innfelld lýsing í öllum rýmum fyrir utan bílskúr og geymslu.
* Nýtt ljóst harð parket var lagt á gólfin vorið 2024.
* Stutt í leik- og grunnskóla og sundlaug.
Forstofa, ljóst harð parket á gólfi og þrefaldur skápur og skúffueining.
Eldhús,vönduð innrétting með flísum á milli skápa og góðu bekkjar- og skápaplássi. Stæði er í innréttingu fyrir tvo ísskápa og uppþvottavél. AEG helluborð og ofn. Borðkrókur með skemmtilegum útsýnisglugga og ljóst harð parket á gólfi.
Stofa er með ljósu harð parketi á gólfi og gluggum til tveggja átta. Úr stofu er hurð út til suðurs á rúmgóða timbur verönd.
Svefnherbergin eru fjögur, öll með ljósu harð parketi á gólfi og vönduðum spónlögðum fataskápum. Stærð herbergja er skv. teikningum 9,4 - 13,9 m².
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Vönduð spónlögð innrétting með halogen lýsingu í kappa, baðkar, sturta, upphengt wc og handklæðaofn. Opnanlegur gluggi er á baðherberginu.
Þvottahús nýtist sem annar inngangur inn í húsið. Þar eru flísar á gólfi og hvít innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara og stálvask.
Geymsla er inn af bílskúrnum, þar er harð parket á gólfi, hillur, stór gluggi og hurð út á baklóð. Möguleiki er að nýta geymslu sem fimmta svefnherbergið.
Bílskúr er með flísum á gólfi, hvítri innréttingu og hillum, opnanlegum gluggum og rafdrifinni innkeyrsluhurð. Fellistigi er uppá geymsluloft sem er yfir öllu húsinu.
Fyrir framan húsið er steypt bílaplan með hitalögnum í, lokað kerfi.
Annað
- Góður geymsluskúr er á baklóðinni og gróður kassar.
- Búið er að taka inn ljósleiðara.
- Geymsluloft er yfir öllu húsinu.
- Vönduð og vel viðhaldin eign sem vert er að skoða.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. Eignin hefur verið í útleigu frá byggingu og seljandi því með takmarkaðar upplýsingar um ástand eignarinnar.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.