Fasteignaleitin
Skráð 1. des. 2025
Deila eign
Deila

Sjávarlóð - Akravellir 2

Jörð/LóðVesturland/Akranes-301
798 m2
Verð
39.700.000 kr.
Fermetraverð
49.749 kr./m2
Fasteignamat
9.510.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Mynd af Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson
hrl. og lögg. fasteignasali
Garður
Fasteignanúmer
2334092
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Fasteignasalan Miðborg kynnir:

Höfum fengið í sölu fágæta sjávarlóð (eignarlóð 798 fm.) við Akravelli 2 í Hvalfjarðarsveit.  Lóðin er úr landi Kross (Krossland vestra) og liggur við bæjarmörk Akraness og Hvalfjarðarsveitar við svokallaðan Leynir (Leynisvog).  Fallegt útsýni er af lóðinni, en hún stendur innst í 6 húsa botnlangagötu.

Svæðið er skipulagt sem lítið þéttbýli, með 12 sjávarlóðum, 12-15 öðrum einbýlis- og parhúsalóðum og nokkrum lágreistum (2ja hæða) fjölbýlishúsum.  Á lóðinni má byggja einbýlishús á einni hæð, allt að 300 fm. skv. gildandi skipulagi.  Fyrir liggur tillöguteikning að 300 fm. húsi á lóðinni.

Lóðin er talin þægileg í byggingu, þ.e. stutt er á fast og á næstu lóðum hefur gröftur undir púða ekki verið nema ca. 1-1,5 metri að meðaltali.

Öll gatnagerðargjöld eru greidd, en greiða þarf byggingarleyfisgjald og tengigjöld veitna.  Rarik sér um rafveitu á svæðinu, en Orkuveita Reykjavíkur (Veitur) sér um vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu.  Ljósleiðaratenging er í hverfinu.

Hvalfjarðarsveit er spennandi og vaxandi sveitarfélag í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið, þar sem mannlíf er gott og afslappað.

Lóðin afhent í eftirfarandi ástandi: Malbikaðar götur. Tengistútar fyrir lagnir og fráveitu eru tilbúnir.

Allar nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lfs í síma 894-7070 eða á bjorn@midborg.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin